Helstu partíborgir Evrópu

Borgarferðir | 2. júní 2023

Helstu partíborgir Evrópu

Evrópa samanstendur af gömlum þjóðum með langar hefðir, þar á meðal hefðir þegar kemur að því að skemmta sér. Margar evrópskar borgir búa ekki bara yfir rafmögnuðu næturlífi, heldur er partímenning þeirra svo sterk að þær eru orðnar heimsfrægar fyrir þau ævintýri næturinnar sem ferðamenn geta upplifað þar.

Helstu partíborgir Evrópu

Borgarferðir | 2. júní 2023

Víða um Evrópu er hægt að upplifa gott næturlíf.
Víða um Evrópu er hægt að upplifa gott næturlíf. Unsplash/Antoine J

Evrópa samanstendur af gömlum þjóðum með langar hefðir, þar á meðal hefðir þegar kemur að því að skemmta sér. Margar evrópskar borgir búa ekki bara yfir rafmögnuðu næturlífi, heldur er partímenning þeirra svo sterk að þær eru orðnar heimsfrægar fyrir þau ævintýri næturinnar sem ferðamenn geta upplifað þar.

Evrópa samanstendur af gömlum þjóðum með langar hefðir, þar á meðal hefðir þegar kemur að því að skemmta sér. Margar evrópskar borgir búa ekki bara yfir rafmögnuðu næturlífi, heldur er partímenning þeirra svo sterk að þær eru orðnar heimsfrægar fyrir þau ævintýri næturinnar sem ferðamenn geta upplifað þar.

Í tilefni hins dansandi Bakkusar tók Explore saman lista yfir helstu partíborgir Evrópu.

Ibiza, Spáni

Ef þú vilt að bæjarferðin þín einkennist af næturklúbbum og house-tónlist er Ibiza hinn fullkomni staður. Þessi spænska eyja í Miðjarðarhafinu er þekkt fyrir næturlíf sitt. Besti tíminn til að upplifa það besta sem Ibiza hefur upp á að bjóða er að sjálfsögðu á sumrin. Er það háannatími ferðaþjónustu á eyjunni, auk þess sem sumir næturklúbbarnir eru lokaðir yfir vetrarmánuðina. Nokkrir af vinsælustu plötusnúðum heims eru á Ibiza á sumrin og þá er náttúrulega hægt að finna á heitustu næturklúbbum eyjunnar.

Ferð til Ibiza er engri lík og í hvert skipti sem þú kemur aftur upplifir þú eitthvað alveg nýtt. Það skiptir ekki máli hversu lengi þú ákveður að dvelja á eyjunni þá verður það þess virði. Ekki gleyma þér samt svo mikið í gleðinni svo þú missir af því að fara á ströndina, því strendurnar á Ibiza er stórkostlegar.

Ein af ströndum Ibiza.
Ein af ströndum Ibiza. Unsplash/Michael Tomlinson

Amsterdam, Hollandi

Amsterdam er meðal annars þekkt fyrir að vera höfuðborg grasreykinga og hefur verið um einhvern tíma. En jafnvel þótt þú sért ekki í þeim gírnum þá er Amsterdam djammhöfuðborg Hollands, svo það er alltaf hægt að finna sér næturævintýri við hæfi.

Einn af umdeildari svæðum Amsterdam er Rauða hverfið. Þar er þó ekki eingöngu hægt að upplifa ýmislegt sem er ólöglegt í flestum öðrum borgum, en þar er einnig að finna ýmis kaffihús, bari og skemmtistaði sem gaman er að fara á.

Leidseplein er annað hverfi borgarinnar sem býr yfir fjörugu næturlífi, en er eflaust ekki eins umdeilt og það rauða. Hér eru svokölluð barhopp mjög vinsæl, þar sem hoppað er á milli bara og skemmtistaða og þér færðir svo margir drykkir að þú munt líklega ekki muna eftir miklu næsta dag.

Amsterdam, Hollandi.
Amsterdam, Hollandi. Unsplash/Max van den Oete

Belgrad, Serbíu

Serbía er kannski ekki fyrsta landið sem þú hugsar um til að ferðast til en þetta er land sem má alls ekki fram hjá þér fara. Höfuðborgin Belgrad er þekkt fyrir næturlíf sitt og eru skemmtistaðirnir þar fullmannaðir allan ársins hring.

Eitt af því sem er hvað áhugaverðast við næturlíf borgarinnar er að margir skemmtistaðir skipta um staðsetningu eftir árstíðum. Yfir vetrarmánuðina er líklegra að stærstur hluti skemmtanalífsins eigi sér stað innandyra. Yfir sumarmánuðina færist fjörið hins vegar út og jafnvel alla leið út í á, því margir skemmtistaðir setja þar upp flotpalla þar sem hægt er að dansa.

Margir skemmtistaðir borgarinnar eru í húsum þar sem áður voru hjólabrettagarðar eða kjötvinnsluverksmiðjur. Byggingarnar geta því verið jafn áhugaverðar og næturlífið sjálft. Margir staðir eru líka með ákveðin þemu, svo það er auðvelt að finna sér stað sem hentar því andrúmslofti sem þú leitast eftir hverja stundina.

Belgrad, Serbíu.
Belgrad, Serbíu. Unsplash/Alexander Mils

Kraków, Póllandi

Kraków hefur upp á svo margt að bjóða ferðalöngum, sérstaklega ef þeir hafa áhuga á mannkynssögunni. Borgin er aldagömul og svo rík af sögu og upplifunum að hún er sögð vera heimili fornra dreka. Sagnfræðingar þurfa þó líka að sleppa af sér beislinu og er Kraków fullkomin til þess.

Partíbátar og barhopp er vinsælt í borginni, sem gefur ferðalöngum eftirminnilega og einstaka upplifun á meðan þeir dveljast í borginni. Gamli bærinn er frábært hverfi til að upplifa áhugaverða klúbba, þó þetta sé eitt dýrasta hverfi borgarinnar. Ekki hafa þó áhyggjur, verðlagið í Kraków er almennt lægra en í öðrum evrópskum borgum. Annað hverfi sem býr yfir fjörugu næturlífi er Kazimierz. Þetta hverfi er tilvalið fyrir barhopp því hér eru ógrynnin öll af börum og skemmtistöðum.

Gamli bærinn í Kraków, Póllandi.
Gamli bærinn í Kraków, Póllandi. Unsplash/Severinus Dewanta

Aðrar borgir á listanum

  • Berlín, Þýskalandi
  • Barselóna, Spáni
  • Búdapest, Ungverjalandi
  • Nice, Frakklandi
  • Madríd, Spáni
  • Lissabon, Portúgal
  • Newcastle, Bretlandi
  • Riga, Lettlandi
mbl.is