Djarfar endurbætur Sesselju á 7.000 fm

Hönnun | 3. júní 2023

Djarfar endurbætur Sesselju á 7.000 fm

Frá árinu 2020 hefur Sesselja Thorberg unnið að endurhönnun á skrifstofum Advania Ísland við Guðrúnartún, en húsið telur heila 7.000 fm. Sesselja rekur hönnunarfyrirtækið Fröken Fix Hönnunarstudio og hefur vakið athygli fyrir djarfar samsetningar og skemmtilega nálgun í innanhússhönnun. 

Djarfar endurbætur Sesselju á 7.000 fm

Hönnun | 3. júní 2023

Sesselja Thorberg hefur rekið Fröken Fix Hönnunarstudio frá árinu 2010.
Sesselja Thorberg hefur rekið Fröken Fix Hönnunarstudio frá árinu 2010. Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson

Frá árinu 2020 hefur Sesselja Thorberg unnið að endurhönnun á skrifstofum Advania Ísland við Guðrúnartún, en húsið telur heila 7.000 fm. Sesselja rekur hönnunarfyrirtækið Fröken Fix Hönnunarstudio og hefur vakið athygli fyrir djarfar samsetningar og skemmtilega nálgun í innanhússhönnun. 

Frá árinu 2020 hefur Sesselja Thorberg unnið að endurhönnun á skrifstofum Advania Ísland við Guðrúnartún, en húsið telur heila 7.000 fm. Sesselja rekur hönnunarfyrirtækið Fröken Fix Hönnunarstudio og hefur vakið athygli fyrir djarfar samsetningar og skemmtilega nálgun í innanhússhönnun. 

Sesselja segir lykilinn að því að skapa notalega stemningu fyrir starfsfólk á vinnustað vera að hafa rýmin fjölbreytt, með góðri og breytilegri lýsingu og að áhersla sé lögð á hljóðvist. Þá þykir henni einnig mikilvægt að karakter fyrirtækisins skíni sterkt í gegn.

Hvernig var hönnunarferlið?

„Verkefni sem þetta er gríðarlega yfirgripsmikið og krefst mikillar skipulagningar, verkstjórnar og samvinnu. Eftir að hafa verið valin í að gera verkefnið árið 2020 þá byrjuðum við á því að fasaskipta verkinu upp – því maður borðar víst bara fíl í mörgum litlum bitum!

Við kláruðum hönnun á anddyri og fyrstu hæð þar sem öllu var umturnað og ný ásýnd fengin á fyrirtækið sem blasir við þegar keyrt er fram hjá meðfram Sæbrautinni. Því næst fór heljarmikil vinna fram þar sem unnið var með öllum deildum og skipulagi þar sem markmiðið var að fækka borðum og auka áherslu á fljótandi vinnusvæði í átt að virknimiðaðri skrifstofuhönnun þar sem því var hægt að koma við.

Meðfram grunnhönnun á skipulagi á öllum fimm hæðunum þá þróuðum við áfram konseptið sem er nú búið að skapa í fyrsta áfanganum. Hver og ein hæð er einstök þó svo einhverjar endurtekningar hafi átt sér stað.“

Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson

Litir sem skapa spennandi umhverfi

Sesselja segir fyrirtækið helst hafa komið með óskir sem snéru að skipulagi og tæknimálum, en utan þess hafi hún fengið nokkuð frjálsar hendur. „Við skynjuðum það mjög sterkt eftir að við hófum vinnu við hæðirnar að traustið var algjörlega komið eftir fyrsta áfangann,“ segir hún. 

Í hönnun rýmanna var lögð áhersla á að starfsfólk geti sett niður vinnustöð fyrir daginn hvar sem er og á hvaða hæð sem er. Á hinn bóginn segir Sesselja áherslu hafa verið lögð á að auðvelda teymisvinnu, en hún segir samverurýmin hafa átt að taka við teymisfundum yfir daginn.

„Það var einnig mikil áhersla lögð á að bæta hljóðvist og notkun lita, en í þessu tilfelli er litanotkunin ansi djörf sem er algjörlega í takt við fyrirtækið sjálft, merkið og hugsunarhátt þeirra. Það var nauðsynlegt að nota liti sem eru örvandi og samsetningar sem sköpuðu spennandi umhverfi,“ segir Sesselja.

„Við hönnuðum gríðarlega mikið af sérlausnum í húsgögnum líka, ýmiskonar borð og stöðvar eins og háu gulu stöðvarborðin, hljóðvistarlausnir og ljós sem eru teiknuð af okkur og útfærð af Dodda lýsingarhönnuði,“ bætir hún við. 

Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson

Hvernig er hönnun stærri skrifstofurýma frábrugðin öðrum verkefnum?

„Það er auðvitað fyrst og fremst skalinn og í mun fleiri horn að líta. Eftir þarfagreiningu og konsept hönnun taka við verkferlar sem snúa að kostnaðaráætlun, ráðningu og skipulagningu verktaka, hverjir þurfa að vinna saman hverju sinni og í hvaða röð. Í þessu tilfelli héldum við vikulega fundi með verktökum svo að allir væru með á hreinu hvað væri framundan í hverri viku. 

Þegar við erum að hanna fyrir einstaklinga er skalinn miklu minni og jú persónulegri á margan hátt.“

Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson

Skipulag númer eitt, tvö og þrjú

Sesselja segir að við hönnun stórra vinnustaða sé skipulagning númer eitt, tvö og þrjú. „Maður þarf alveg að tína sér í skipulaginu og nánast búa í excel-skjalinu eftir hönnunarfasann og svo er gagnsæi mjög mikilvægt,“ segir hún.

Hún líkir vinnu á minni vinnustöðum við að hanna stórt einbýlishús en bætir við að hvert verkefni sé einstakt og því nauðsynlegt að fara ekki inn í ný verkefni með fyrir fram ákveðna staðla heldur fagna hverjum nýjum viðskiptavin og þeirra sýn. 

Er eitthvað sem hefur staðið upp úr í ferlinu?

„Í verkefnum sem þessu er samstarf og samvinna með stjórn fyrirtækisins og deildarstjóra algjör grunnur. Því verð ég að hrósa því flotta fólki sem við unnum með að verkefninu. Það var einstaklinga opið fyrir nýjum hugmyndum og breyttu fyrirkomulagi. 

Við vorum einstaklega ánægð með fjölnota samverurýmin sem við sköpuðum, sem eru mjög mikið notuð í fundi og uppákomur. Einnig vil ég nefna slökunarrýmið sem við kölluðum í daglegu tali frumskóginn, en þar getur fólk komið og unnið með tölvurnar sínar í hljóðlátu umhverfi innan deildarinnar með geggjað útsýni fyrir augum.“

Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson

Er eitthvað vinsælla en annað í hönnun fyrirtækja í dag?

„Ég held að fyrirtæki sem ætla að fjárfesta í hönnun vilji oftast fara sína persónulegu leið – eitthvað sem hentar þeirra starfsemi. Því hef ég ekki orðið vör við eitthvað sérstakt „trend“ til að tala um. 

Í þessu tilfelli eru litir og sérlausnir í hávegum haft en við höfum að sjálfsögðu skapað önnur verkefni þar sem meira er um hefðbundnari lausnir og rólegri litapallettu. 

Það sem skiptir mestu máli er að viðskiptavinurinn treysti sýn sinni á framtíðina og hvernig umhverfið umvefji það, en á sama tíma treysti hönnuðinum að taka þá sýn lengra.“

Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson

Hvað er framundan hjá þér?

Við erum búnar að hanna útlit fyrir matsalinn í Advania og fer það af stað fljótlega og erum einnig að klára nokkur verkefni, en ég er opin fyrir nýjum tækifærum!“

Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson
mbl.is