Tuttugu eru særðir eftir loftárás á miðborg Dnípró í Úkraínu. Viðbragðsaðilar leita nú að fólki sem óttast er að hafi grafist undir rústir bygginga.
Tuttugu eru særðir eftir loftárás á miðborg Dnípró í Úkraínu. Viðbragðsaðilar leita nú að fólki sem óttast er að hafi grafist undir rústir bygginga.
Tuttugu eru særðir eftir loftárás á miðborg Dnípró í Úkraínu. Viðbragðsaðilar leita nú að fólki sem óttast er að hafi grafist undir rústir bygginga.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir loftárásina á Dnípró hafa verið viljaverk Rússa en þeir hafa ekki lýst yfir ábyrgð. Frá því að innrásarstríðið hófst hafa þeir almennt neitað ásökunum um árásir á almenna borgara. BBC greinir frá.
Eldar brutust út í norðurhluta Dnípró í kjölfar árásarinnar.
20 særðust í árásinni, þar af fimm börn, eru þrjú alvarlega særð. Alls voru sautján fluttir á sjúkrahús.
Þá var einnig tilkynnt um sprengingar á öðrum svæðum í Úkraínu í dag.
Í Súmí héraði heyrðust 87 sprengingar. Þá heyrðust ríflega tíu sprengingar í Berdjansk og Melítópol í suðurhluta Úkraínu. Litlar upplýsingar hafa fengist um þær árásir.