Fann ástríðuna óvænt í miðjum heimsfaraldri

Snyrtibuddan | 4. júní 2023

Fann ástríðuna óvænt í miðjum heimsfaraldri

Hrafntinna Eir Risten ákvað í miðjum heimsfaraldri að prófa eitthvað nýtt og skellti sér í naglanám. Það hafði alltaf heillað hana að vinna í höndunum og vera skapandi, en áhuginn á nöglum kviknaði eftir að hún fór að sjá myndbönd frá naglafræðingum að gera neglur á Instagram.

Fann ástríðuna óvænt í miðjum heimsfaraldri

Snyrtibuddan | 4. júní 2023

Hrafntinna Eir Risten starfar sem naglafræðingur og hefur einstakt auga …
Hrafntinna Eir Risten starfar sem naglafræðingur og hefur einstakt auga fyrir fallegum nöglum.

Hrafntinna Eir Risten ákvað í miðjum heimsfaraldri að prófa eitthvað nýtt og skellti sér í naglanám. Það hafði alltaf heillað hana að vinna í höndunum og vera skapandi, en áhuginn á nöglum kviknaði eftir að hún fór að sjá myndbönd frá naglafræðingum að gera neglur á Instagram.

Hrafntinna Eir Risten ákvað í miðjum heimsfaraldri að prófa eitthvað nýtt og skellti sér í naglanám. Það hafði alltaf heillað hana að vinna í höndunum og vera skapandi, en áhuginn á nöglum kviknaði eftir að hún fór að sjá myndbönd frá naglafræðingum að gera neglur á Instagram.

„Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem mér gæti þótt skemmtilegt og áhuginn kviknaði þar. Ég hafði farið í förðunarnám á sínum tíma en fann að það var eitthvað sem ég vildi ekki vinna við, en kærastinn minn hvatti mig til að skrá mig í naglaskólann og byrja að vinna sem naglafræðingur,“ rifjar Hrafntinna upp.

Hrafntinna er með gott auga fyrir fallegum nöglum, en þar að auki er hún með flottan fatastíl og það leynast margar fallegar flíkur í fataskáp hennar. 

Hrafntinna tók á móti sínu fyrsta barni í byrjun maí.
Hrafntinna tók á móti sínu fyrsta barni í byrjun maí.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Ég myndi segja að hann sé mjög frjálslegur, ég elska að vera í einhverju sem fer mér vel en er þægilegt – mér finnst það skipta öllu máli. Ég er svo oft með fallega fylgihluti eða í flottum skóm til að gera dressin aðeins skemmtilegri.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Uppáhaldsflíkin mín er klárlega Forever Blazer-jakkinn frá Djerf Avenue. Hann er æðislegur, svo fallegur í sniðinu, góð gæði og passar við allt. Uppáhaldsfylgihluturinn minn er Prada 2005 re-edition taska sem ég er búin að eiga í nokkur ár, en ég var lengi að safna mér fyrir henni og held þess vegna extra mikið upp á hana.

Svo á ég líka mjög fallegan hring úr hvítagulli sem er í miklu uppáhaldi, en ég fékk hann í gjöf frá Aurum og er með hann á hverjum degi. Mér finnst hann alltaf gera mig svo fínlega. Ég er mikil strigaskóa-kona og finnst erfitt að gera upp á milli skónna minna, en ég á orðið ágætis safn og langar alltaf í fleiri fallega strigaskó.“

Strigaskór eru í miklu uppáhaldi hjá Hrafntinnu sem á orðið …
Strigaskór eru í miklu uppáhaldi hjá Hrafntinnu sem á orðið myndarlegt safn af skóm.

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Eins og staðan er núna er ég ekki mjög fjölbreytt í klæðnaði dagsdaglega þar sem ég varð nýlega mamma. En það sem gjörsamlega bjargaði mér á meðgöngunni eru jogging-gallar frá Adanola Sport og ég er aðallega í þeim þessa dagana.“

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Ég er mjög hrifin af jakkafötum, mér finnst svo auðvelt að dressa þau upp eða niður með aukahlutum og skóm. Er líka mikið að vinna með fallega þrönga kjóla, til dæmis frá Skims, og síðan fallega kápu eða blazer-jakka yfir. Þetta er það sem fer mér best.“

Hrafntinna í uppáhaldsjakkanum sínum, en henni þykir gaman að dressa …
Hrafntinna í uppáhaldsjakkanum sínum, en henni þykir gaman að dressa sig upp með flottum fylgihlutum og skóm.

Hvað er á óskalista hjá þér?

„Það sem er efst á óskalistanum núna er Fura-jakkinn frá Feldur Verkstæði, en ég er búin að láta mig dreyma um hann lengi. Einnig stefni ég á að kaupa mér fallegar gallabuxur fljótlega, en ég er búin að vera mjög spennt að klæðast gallabuxum aftur eftir meðgönguna. Síðan er ég alltaf með auga á nokkrum strigaskóm.“

Áttu þér uppáhaldssnyrtivöru?

„Já, það eru nokkrar vörur sem ég kaupi alltaf aftur. Þær eru Soleil Tan Glow Bronzing Cream frá Chanel, Brow Sculpt frá Refy Beauty og Radiant Creamy Concealer frá Nars.“

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Ég mála mig ekki á hverjum degi, bara þegar ég fer eitthvað fínt. Mér hefur fundist það virka best fyrir mig til að viðhalda góðri húð, en ef ég er mjög buguð og með bauga þá hefur litaleiðréttarinn frá Becca og Smashbox verið algjör bjargvættur undir augun.“

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Þegar ég fer eitthvað fínt reyni ég nú að gera eitthvað nýtt en enda alltaf á því að gera sömu förðunina þar sem ég hef ekki mikla þolinmæði fyrir því að mála mig. En ég byrja á að blanda ljómadropum frá Armani við dagkremið mitt og set svo litað dagkrem á Nars, en það er í algjöru uppáhaldi og gefur fallegan ljóma og smá lit sem ég þarf nauðsynlega.

Síðan er ég alltaf með litaleiðréttarann frá Becca og Smashbox og smá hyljara. Ég nota svo alltaf krem sólarpúður frá Chanel og smá kinnalit, en ég er mjög veik fyrir kremvörum. Síðan nota ég augnhárabrettara og maskara ef ég er í stuði og þá er ég bara tilbúin.

Ég viðurkenni alveg að mig langar að læra meira um förðunartískuna sem er í gangi núna og læra að mála mig betur því ég hef alltaf haft áhuga á snyrtivörum og öllu því tengdu.“

„Ég elska elska augabrúnagelið frá Refy Beauty. Svo hef ég …
„Ég elska elska augabrúnagelið frá Refy Beauty. Svo hef ég notað hyljarann frá Nars í mörg ár og á hann í nokkrum litum – dýrka hann!“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég reyni að vera með fasta rútínu þegar kemur að húðinni minni og trúi því að minna sé betra þegar kemur að húðinni, en það hefur virkað best fyrir mig. Á kvöldin er ég með mjög einfalda rútínu. Ég þríf húðina með vægum hreinsi og set síðan rakakrem og varasalva – ekkert flóknara en það.

Á morgnanna þríf ég andlitið bara með vatni og set tvö serum á húðina. Síðan set ég dagkrem með sólavörn og húðolíu yfir.“

Nokkrar af uppáhaldshúðvörum Hrafntinnu.
Nokkrar af uppáhaldshúðvörum Hrafntinnu.

Eru einhverjar snyrtivörur á óskalistanum þínum?

„Já, ég er með nokkrar snyrtivörur á óskalistanum. Mér finnst alls ekki leiðinlegt að kaupa mér nýjar snyrtivörur. Þær sem eru efst á óskalistanum hjá mér eru bronzing-droparnir frá Drunk Elephant, hyljari frá Kosas og vörur fyrir varirnar frá Refy Beauty. Gæti samt talið endalaust upp!“

Hvaða tískustraumar heldur þú að verði allsráðandi í nöglum í ár?

„Mér finnst stuttar neglur vera að koma aftur inn, ég er sjálf orðin skotin í þeim og er með styttri neglur núna en ég hef áður verið með. Síðan er „almond“ og „round“ neglur alltaf það heitasta.

Mér finnst fallegir ljósir pastel bleikir litir vera vinsælastir núna eða smá naglaskraut með skemmtilegum litum.“

Fallegar neglur með grænu skrauti eftir Hrafntinnu.
Fallegar neglur með grænu skrauti eftir Hrafntinnu.

Hvað finnst þér vera mikilvægast þegar kemur að fallegum nöglum?

„Það sem mér finnst mikilvægast er að hafa þær eins „náttúrulegar“ og hægt er og hafa þær snyrtilegar. Ég er hrifin af styttri og látlausari nöglum, en síðan er það mjög persónulegt hvað fólki finnst vera fallegar neglur.“

Finnst þér naglatíska fara eftir árstíðum?

„Já algjörlega! Það sem er alltaf vinsælt á vorin eru pastel litir og bleikir, en síðan færa allir sig yfir í litríkara naglaskraut eða glimmer þegar sumarið nálgast. Svo finnst mér rauðar neglur alltaf vera í tísku, sama hvaða árstíð er.“

Rauðar neglur eru í sérstöku uppáhaldi hjá Hrafntinnu, enda alltaf …
Rauðar neglur eru í sérstöku uppáhaldi hjá Hrafntinnu, enda alltaf klassískar.

Átt þú þér uppáhaldsnaglatísku?

„Fallegt naglaskraut er klárlega í uppáhaldi hjá mér. Það þarf ekki að vera mikið, jafnvel bara lítið hjarta, doppur eða línur. Það gerir svo mikið fyrir neglurnar.“

Hvernig neglur ert þú sjálf oftast með?

„Ég er búin að vera mjög hrifin af pastel bleikum nöglum með smá glimmer í, en annars er ég yfirleitt með rauðar eða með smá naglaskraut. En ég verð að viðurkenna að rauðar neglur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég reyni að vera með þær sem oftast.“

Hrafntinna er hrifin af einföldu naglaskrauti, enda gerir það mikið …
Hrafntinna er hrifin af einföldu naglaskrauti, enda gerir það mikið fyrir neglurnar.
mbl.is