Gerðu loftárás á svæði úkraínska flughersins

Úkraína | 4. júní 2023

Gerðu loftárás á svæði úkraínska flughersins

Rússneski herinn segist hafa ráðist með langdrægum vopnum á svæði úkraínska flughersins í nótt nálægt borginni Kropyvnytskyi.

Gerðu loftárás á svæði úkraínska flughersins

Úkraína | 4. júní 2023

Rússneskur hermaður í borginni Maríupol í fyrra.
Rússneskur hermaður í borginni Maríupol í fyrra. AFP/Alexander Nemenov

Rússneski herinn segist hafa ráðist með langdrægum vopnum á svæði úkraínska flughersins í nótt nálægt borginni Kropyvnytskyi.

Rússneski herinn segist hafa ráðist með langdrægum vopnum á svæði úkraínska flughersins í nótt nálægt borginni Kropyvnytskyi.

Stjórnvöld í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, höfðu áður greint frá því að Rússar hefðu ráðist á flugstöð í miðhluta landsins.

„Í nótt gerði rússneski herinn hópárás með langdrægum og nákvæmum vopnum úr lofti gegn skotmörkum óvinarins á svæði flughersins,” sagði rússneski herinn í yfirlýsingu.

Talsmaður úkraínska flughersins sagði að Rússar hefðu sett á loft sex flugskeyti og fimm árásardróna.

Af flugskeytunum sex voru fjögur eyðilögð af loftvarnakerfi en tvö þeirra lentu á svæði flughersins.

mbl.is