245 milljóna einbýli í Kópavogi

Heimili | 5. júní 2023

245 milljóna einbýli í Kópavogi

Við Kópavogsbraut í Kópavogi er að finna 295 fm einbýli sem byggt var 1955. Húsið stendur á 1.600 fm lóð með fallegum garði. 

245 milljóna einbýli í Kópavogi

Heimili | 5. júní 2023

Hansa-hillur, PH-ljós og tekk-borð setja svip sinn á heimilið.
Hansa-hillur, PH-ljós og tekk-borð setja svip sinn á heimilið. Ljósmynd/Samsett

Við Kópavogsbraut í Kópavogi er að finna 295 fm einbýli sem byggt var 1955. Húsið stendur á 1.600 fm lóð með fallegum garði. 

Við Kópavogsbraut í Kópavogi er að finna 295 fm einbýli sem byggt var 1955. Húsið stendur á 1.600 fm lóð með fallegum garði. 

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með granít-borðplötum. Á gólfinu eru dökkar náttúruflísar. Það andar vel á milli rýma í húsinu en í stofunni er kamína og hægt að labba beint út í garð. 

Í borðstofunni er stórt borðstofuborð með stólum frá áttunda áratugnum. Þar eru líka Hansa-hillur og tvö PH-ljós sem setja svip sinn á umhverfið. 

Eins og sjá má á myndunum á fasteignavef mbl.is þá er heimilið sérlega skemmtilegt og með ævintýralegum blæ. 

Af fasteignavef mbl.is: Kópavogsbraut 20

mbl.is