Boðað til samningafundar á morgun

Kjaraviðræður | 5. júní 2023

Boðað til samningafundar á morgun

„Samfélagið liggur allt undir, og við þurfum bara að halda samtalinu gangandi og reyna allt sem við getum.“ segir Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari, en boðað hefur verið til samningafundar á ný í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga, klukkan 10 í fyrramálið.   

Boðað til samningafundar á morgun

Kjaraviðræður | 5. júní 2023

Boðað er til nýs fundar á milli BSRB og SNS …
Boðað er til nýs fundar á milli BSRB og SNS í fyrramálið. mbl.is/Eyþór

„Samfélagið liggur allt undir, og við þurfum bara að halda samtalinu gangandi og reyna allt sem við getum.“ segir Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari, en boðað hefur verið til samningafundar á ný í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga, klukkan 10 í fyrramálið.   

„Samfélagið liggur allt undir, og við þurfum bara að halda samtalinu gangandi og reyna allt sem við getum.“ segir Aldís Sigurðardóttir aðstoðarríkissáttasemjari, en boðað hefur verið til samningafundar á ný í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga, klukkan 10 í fyrramálið.   

Aldís segir stöðuna enn mjög snúna, en fundi var slitið á öðrum tímanum í nótt, þar sem aðeins eitt atriði er til til fyrirstöðu til að samningar náist. Atriðið snýr að ákvæði um eingreiðslu upp á 128 þúsund krón­ur fyr­ir fé­lags­menn BSRB, en Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir ein­greiðsluna skipta miklu máli fyr­ir fram­færslu fé­lags­fólks­ en að fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in sé hún aðeins 0,3 pró­sent af heild­ar­launa­kostnaði.

„Þau eru bara stál í stál, um það snýst þetta allt saman,“ segir Aldís í samtali við mbl.is. 

Hún kveðst ekki viss um að fundur verði langur á morgun, heldur snúist fundurinn að mestu um að taka stöðuna áður en lengra er haldið. 

„Auðvitað erum við tilbúin öll ef einhver viðsnúningur verður, en við þurfum að bara að láta það koma í ljós.“  

mbl.is