Ekki nógu góður því að ég skoraði ekki

Dagmál | 5. júní 2023

Ekki nógu góður því að ég skoraði ekki

„Fólk þarf líka að átta sig á því að félagsliðaboltinn er sterkari en landsliðsboltinn,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

Ekki nógu góður því að ég skoraði ekki

Dagmál | 5. júní 2023

„Fólk þarf líka að átta sig á því að félagsliðaboltinn er sterkari en landsliðsboltinn,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

„Fólk þarf líka að átta sig á því að félagsliðaboltinn er sterkari en landsliðsboltinn,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

Viðar Örn, sem er 33 ára, hefur verið atvinnumaður frá árinu 2014 og skorað mörk hvar sem hann kemur en hann á að baki 32 A-landsleiki.

„Það var þannig að ég var búinn að vera í landsliðinu í eitt ár og fékk kannski tækifæri gegn Eistlandi, með leikmönnum sem ég hafði aldrei spilað með áður, og af því að ég skoraði ekki þá var ég ekki nógu góður til að spila með landsliðinu,“ sagði Viðar Örn.

„Innst inni er ég pirraður yfir að hafa ekki fengið tækifæri þegar að ég var að spila frábærlega með mínum félagsliðum,“ sagði Viðar Örn meðal annars.

Viðtalið við Viðar Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Viðar Örn Kjartansson á að baki 32 A-landsleiki þar sem …
Viðar Örn Kjartansson á að baki 32 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað fjögur mörk. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is