Herlög og herkvaðning reyndust tómt plat

 

Úkraína | 5. júní 2023

Herlög og herkvaðning reyndust tómt plat  

Rödd Vladímírs Pútíns Rússlandsforsenda heyrðist í útvarpi boða herlög og almenna herkvaðningu meðal Rússa.

Herlög og herkvaðning reyndust tómt plat  

Úkraína | 5. júní 2023

Herkvaðning Rússlandsforseta reyndist tómt plat. Gavriil Grigorov/AFP
Herkvaðning Rússlandsforseta reyndist tómt plat. Gavriil Grigorov/AFP AFP

Rödd Vladímírs Pútíns Rússlandsforsenda heyrðist í útvarpi boða herlög og almenna herkvaðningu meðal Rússa.

Rödd Vladímírs Pútíns Rússlandsforsenda heyrðist í útvarpi boða herlög og almenna herkvaðningu meðal Rússa.

Einnig heyrðist rödd forsetans greina frá því að úkraínskar hersveitir, búnar nýjustu vopnum frá NATO, hefðu hafið stórfellda árás á landssvæðin Kursk, Belgorod og Bryansk.

Kremlverjar brugðust fljótt við þessu og sögðu að enginn fótur væri fyrir tilkynningunni heldur hefðu hakkarar náð stjórn nokkurra útvarpsstöðva og útvarpað fölskum skilaboðum með rödd forsetans.

Meint ávarp forsetans gæti þó hafa náð tilætluðum árangri, það er að valda ugg meðal rússneskra borgara, enda búast margir við stórfelldri gagnárás úkraínskra hersveita bráðlega.

mbl.is