Segjast hafa stöðvað úkraínska „stórsókn“

Úkraína | 5. júní 2023

Segjast hafa stöðvað úkraínska „stórsókn“

Rússneski herinn segist hafa stöðvað „stórsókn” Úkraínumanna í héraðið Dónetsk, sem Rússar hafa innlimað.

Segjast hafa stöðvað úkraínska „stórsókn“

Úkraína | 5. júní 2023

Rússneskur hermaður í borginni Maríupol á síðasta ári.
Rússneskur hermaður í borginni Maríupol á síðasta ári. AFP/Alexander Nemenov

Rússneski herinn segist hafa stöðvað „stórsókn” Úkraínumanna í héraðið Dónetsk, sem Rússar hafa innlimað.

Rússneski herinn segist hafa stöðvað „stórsókn” Úkraínumanna í héraðið Dónetsk, sem Rússar hafa innlimað.

Stjórnvöld í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, hafa undanfarna mánuði sagst undirbúa umfangsmikla gagnsókn til að endurheimta svæði sem þau töpuðu þegar Rússar réðust inn í landið í febrúar 2022.

Dónetsk er eitt af fjórum úkraínskum svæðum sem Rússar innlimuðu í september, ásamt Lúgansk, Saporisjía og Kerson.

„Óvinurinn fór í stórsókn á fimm svæði í víglínunni,” sagði rússneska varnarmálaráðuneytið, sem bætti við að Úkraínumönnum hefði ekki tekist ætlunarverk sitt.

Rússneski embættismaðurinn Vladimir Rogiv sagði í morgun að hersveitir Úkraínu hefðu efnt til umfangsmikillar árásar á héraðið Saporisjía þar sem stærsta kjarnorkuver Evrópu er staðsett.

mbl.is