Viðar um Kára: Lætur mann líta hræðilega út

Dagmál | 5. júní 2023

Viðar um Kára: Lætur mann líta hræðilega út

„Maður veit nú alveg hvernig Kári er,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

Viðar um Kára: Lætur mann líta hræðilega út

Dagmál | 5. júní 2023

„Maður veit nú alveg hvernig Kári er,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

„Maður veit nú alveg hvernig Kári er,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

Viðar Örn, sem er 33 ára, lék með Kára Árnasyni hjá Malmö tímabilið 2016 en saman urðu þeir sænskir meistarar með liðinu.

„Hann kemur með lélegan langan bolta inn fyrir, þar sem hann er í rauninni að hreinsa því hann er kominn í vesen,“ sagði Viðar Örn.

„Svo öskrar hann á eftir þér að taka hlaupið svo að þú lítur alveg hörmulega út og hann líti þokkalega út en hann er góður í að láta menn heyra það,“ sagði Viðar Örn meðal annars í léttum tón.

Viðtalið við Viðar Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson voru liðsfélagar hjá Malmö …
Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson voru liðsfélagar hjá Malmö tímabilið 2016. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is