Leikkonan og fyrirsætan Brooke Shields segist hafa verið alfarið á móti ákvörðun dóttur sinnar, Grier Hency, um að gerast fyrirsæta. Shields hefur verið fyrir framan myndavélarnar við leik- og fyrirsætustörf frá unga aldri og var snemma staðráðin í því að dætur hennar myndu ekki fá að feta í fótspor sín.
Leikkonan og fyrirsætan Brooke Shields segist hafa verið alfarið á móti ákvörðun dóttur sinnar, Grier Hency, um að gerast fyrirsæta. Shields hefur verið fyrir framan myndavélarnar við leik- og fyrirsætustörf frá unga aldri og var snemma staðráðin í því að dætur hennar myndu ekki fá að feta í fótspor sín.
Leikkonan og fyrirsætan Brooke Shields segist hafa verið alfarið á móti ákvörðun dóttur sinnar, Grier Hency, um að gerast fyrirsæta. Shields hefur verið fyrir framan myndavélarnar við leik- og fyrirsætustörf frá unga aldri og var snemma staðráðin í því að dætur hennar myndu ekki fá að feta í fótspor sín.
Shields ræddi um fyrirsætuferil 17 ára dóttur sinnar, Hency, í þættinum Live With Kelly and Mark. Hún segir dóttur sína byrjaða að taka að sér verkefni hér og þar, en hún hafi barist gegn ákvörðun dóttur sinnar lengi þar sem dóttir hennar hafi snemma sagt að hún hefði áhuga á að ganga á tískupöllum.
„Reglurnar hafa breyst síðan ég var fyrirsæta. Við vorum ekki með samfélagsmiðla þegar ég var fyrirsæta,“ sagði Shields. Þá segist hún hafa orðið vitni að því hve mikinn aukaþrýsting stjörnur á tískupallinum standi frammi fyrir í dag og kallaði fyrirsætuiðnaðinn „rottukapphlaup“.
Hún segist hafa haft verulegar áhyggjur þegar Hency fór að hafa áhuga á því að ganga á tískupöllum, enda geti þeir verið grimmir og ekki síður baksviðs. „Ég gekk aldrei tískupalla, ég held að ég hefði ekki getað höndlað það,“ útskýrði hún.
Á endanum segist Shields hafa þurft að gefa eftir, en hún setti Hency þó nokkrar reglur – þar á meðal að fara í háskóla, skrá sig á fyrirsætuskrifstofu og vera með gott vinnusiðferði.