Vísa allri ábyrgð á forystufólk BSRB

Kjaraviðræður | 5. júní 2023

Vísa allri ábyrgð á forystufólk BSRB

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum BSRB á forystufólk stéttarfélagsins.

Vísa allri ábyrgð á forystufólk BSRB

Kjaraviðræður | 5. júní 2023

Frá fundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í Karphúsinu í …
Frá fundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í Karphúsinu í síðustu viku. mbl.is/Eyþór

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum BSRB á forystufólk stéttarfélagsins.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum BSRB á forystufólk stéttarfélagsins.

Fram kemur í tilkynningu að samninganefnd sambandsins hafi ítrekað lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað.

Síðasta tilboðið hljómar svona í meginatriðum:

50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa á mánuði frá 1. apríl 2023, sem nær til um helmings félagsmanna.

55.700 kr. persónuuppbót þann 1. maí 2023.

130.900 kr. persónuuppbót þann 1. desember 2023.

Fram kemur að sambandið hafi á undanförnum vikum skrifað undir kjarasamninga við fjölda stéttarfélaga. Meðal annars við ellefu aðildarfélög BHM, Eflingu, KVH, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara.

mbl.is