Björg selur 2007 íbúð með ómótstæðilegu útsýni

Heimili | 6. júní 2023

Björg selur 2007 íbúð með ómótstæðilegu útsýni

Björg Ingadóttir fatahönnuður og eigandi Spaksmannsspjara hefur sett glæsilega íbúð sína við Háaleitisbraut á sölu. Um er að ræða 141 fm íbúð sem er í blokk sem byggð var 1964. Björg er einstakur fagurkeri og hefur gjörbreytt íbúðinni. Þar er til dæmis mjög gott skápapláss eða þrisvar sinnum meira en það var upprunalega. 

Björg selur 2007 íbúð með ómótstæðilegu útsýni

Heimili | 6. júní 2023

Fatahönnuðurinn Björg Ingadóttir hjá Spaksmannsspjörum hefur sett glæsilega íbúð sína …
Fatahönnuðurinn Björg Ingadóttir hjá Spaksmannsspjörum hefur sett glæsilega íbúð sína á sölu. mbl.is/Ásdís

Björg Ingadóttir fatahönnuður og eigandi Spaksmannsspjara hefur sett glæsilega íbúð sína við Háaleitisbraut á sölu. Um er að ræða 141 fm íbúð sem er í blokk sem byggð var 1964. Björg er einstakur fagurkeri og hefur gjörbreytt íbúðinni. Þar er til dæmis mjög gott skápapláss eða þrisvar sinnum meira en það var upprunalega. 

Björg Ingadóttir fatahönnuður og eigandi Spaksmannsspjara hefur sett glæsilega íbúð sína við Háaleitisbraut á sölu. Um er að ræða 141 fm íbúð sem er í blokk sem byggð var 1964. Björg er einstakur fagurkeri og hefur gjörbreytt íbúðinni. Þar er til dæmis mjög gott skápapláss eða þrisvar sinnum meira en það var upprunalega. 

Eldhúsið er með hvítri sprautulakkaðri innréttingu og stórri eyju. Hugsað er út í hvert smáatriði í eldhúsinu og er vinnupláss þar gott. Eldhúsið er opið inn í stofu þar sem stórir gluggar fá að njóta sín. Úr íbúðinni er stórkostlegt útsýni yfir Reykjavík. 

Björg tók íbúðina í gegn 2007 og hafa þær breytingar elst vel. 

Nú er komið að leiðarlokum á Háaleitisbraut og því er íbúðin komin á sölu. 

Af fasteignavef mbl.is: Háaleitisbraut 103

mbl.is