Fundi slitið

Kjaraviðræður | 6. júní 2023

Fundi slitið

Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga var slitið í Karphúsinu nú á tólfta tímanum.

Fundi slitið

Kjaraviðræður | 6. júní 2023

Samninganefndir BSRB og SÍS mæta til fundar í Karphúsinu fyrr …
Samninganefndir BSRB og SÍS mæta til fundar í Karphúsinu fyrr í morgun. mbl.is/Hermann

Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga var slitið í Karphúsinu nú á tólfta tímanum.

Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga var slitið í Karphúsinu nú á tólfta tímanum.

Fundurinn byrjaði upp úr kl. 10:00 og stóð því í tæplega tvo tíma. Afstaða beggja aðila er óbreytt og lítið miðaði áfram á fundinum samkvæmt Elísabetu Ólafsdóttur aðstoðarsáttasemjara. Óvíst er hvenær verður boðað til næsta fundar.

Fyrir fundinn í morgun ræddi mbl.is við Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formann BSRB, og Ingu Rún Ólafsdóttur, formann samninganefndar SÍS. Þá sagði Sonja að krafa félagsins upp á 128 þúsund króna eingreiðslu væri ófrávíkjanleg krafa, en sveitarfélögin segja að slík greiðsla myndi kosta um einn milljarð. Inga sagði þá að ekki væri hægt að mæta þessari kröfu og að afstaða SÍS varðandi það væri ekki að fara að breytast.

mbl.is