Gagnrýnin kemur ekki á óvart

Vextir á Íslandi | 6. júní 2023

Gagnrýnin kemur ekki á óvart

„Það kemur nú ekkert á óvart að stjórnarandstaðan sé á móti því sem lagt er til,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um gagnrýni Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, á aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu, sem kynntar voru í gær. 

Gagnrýnin kemur ekki á óvart

Vextir á Íslandi | 6. júní 2023

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það kemur nú ekkert á óvart að stjórnarandstaðan sé á móti því sem lagt er til,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um gagnrýni Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, á aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu, sem kynntar voru í gær. 

„Það kemur nú ekkert á óvart að stjórnarandstaðan sé á móti því sem lagt er til,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um gagnrýni Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, á aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu, sem kynntar voru í gær. 

Kristrún sagði „ekkert nýtt“ í tillögum ríkisstjórnarinnar. Þá væru aðgerðirnar miðaðar við tímabilið 2024 til 2028, en nú væri árið 2023. „Verðbólg­an er í dag og hækk­an­ir á nauðsynja­vör­um eru vanda­mál sem blasa við fólki í dag,“ seg­ir Kristrún.

Heilmikil tíðindi

Að sögn Katrínar senda aðgerðirnar mjög skýr skilaboð til að slá á verðbólgu. Nefnir hún til að mynda að fjármálareglurnar taki gildi ári fyrr en áætlað var.

„Það sem kemur fram í þessum aðgerðum eru náttúrlega heilmikil tíðindi. Í fyrsta lagi er verið að færa fjármálareglurnar framar, sem er eitt af því sem kemur fram í umsögnum um fjármálaáætlunina. Það gerum við vegna þess að við höfum mjög mikla trú á stöðunni þótt hún sé snúin.

Vegna þess að umsvifin eru mikil. Vegna þess að afkoman er 90 milljörðum betri en stefndi í hér við samþykkt síðustu fjárlaga, atvinnuástandið er gott og þá höfum við fulla trú á því að við getum náð því að uppfylla fjármálareglurnar ári fyrr en áður var áætlað.“

Engin hraðferð niður á við

Spurð hvenær hún eigi von á því að sjá aðgerðirnar skila árangri, kveðst Katrín ekki eiga von á því að verðbólgan fari „á hraðferð niður á við“, ef marka megi spár sérfræðinga. 

„Auðvitað vona ég að við munum sjá verðbólguna núna fara hægt og bítandi niður,“ segir Katrín.

„Stóra málið er að við stefnum niður, og við stefndum raunar niður í síðustu mælingu og ég vona svo sannarlega að toppnum sé náð á verðbólgunni því þetta er auðvitað risastórt hagsmunamál fyrir okkur öll, að ná henni niður.“

mbl.is