Jafnast á við 28 Þingvallavötn

Úkraína | 6. júní 2023

Jafnast á við 28 Þingvallavötn

Kakóvka-stíflan í suður Úkraínu var skemmd í morgun þegar miklar sprengingar heyrðust og benda nú bæði rússnesk og úkraínsk stjórnvöld hvort á annað. Vatn flæðir í gegnum stífluna og er ljóst að afleiðingarnar geta verið hrikalegar, en þúsundir hafa flúið heimili sín.

Jafnast á við 28 Þingvallavötn

Úkraína | 6. júní 2023

Kakóvka-stíflan í suður Úkraínu var skemmd í morgun þegar miklar sprengingar heyrðust og benda nú bæði rússnesk og úkraínsk stjórnvöld hvort á annað. Vatn flæðir í gegnum stífluna og er ljóst að afleiðingarnar geta verið hrikalegar, en þúsundir hafa flúið heimili sín.

Kakóvka-stíflan í suður Úkraínu var skemmd í morgun þegar miklar sprengingar heyrðust og benda nú bæði rússnesk og úkraínsk stjórnvöld hvort á annað. Vatn flæðir í gegnum stífluna og er ljóst að afleiðingarnar geta verið hrikalegar, en þúsundir hafa flúið heimili sín.

Hvað er það sem gerir þessa stíflu svona merkilega?

Stíflan var byggð árið 1956 sem hluti af Kakóvka-vatnsaflsvirkjuninni í Dnípró-ánni. Hún er 30 metrar á hæð og hundruð metrar að lengd. Kakóvka er í 30 kílómetra fjarlægð austur af Kerson borg. Uppistöðulónið sem þessi stífla heldur aftur af er á við vatnsmagn sem finna má í tæplega 28 Þingvallavötnum.

Kort/AFP

Eyðilegging stíflunnar mun hafa verulega áhrif á nálægar byggðir sem og Kerson. Nú þegar hefur 17 þúsund íbúum verið gert að yfirgefa heimili sín en vatn flæddi úr uppistöðulóninu um litla borg í Úkraínu og yfir 20 þorp eftir að stíflan var sprengd í morgun.

Hverjir njóta góðs af virkjuninni?

Vatn frá stöðulóninu er notað fyrir íbúa á Krímskaganum sem er undir rússneskum yfirráðum en þjónustar líka stærsta kjarnorkuver Evrópu, Sapórisitsía, sem er staðsett norðan við stífluna í Úkraínu. Vatnsaflsvirkjunin nýtir hana líka sem orkugjafa, en með stífluna ónýta verður því enn erfiðara fyrir Úkraínumenn að framleiða raforku í verinu.

Þarna má sjá svæði sem er að hluta til komið …
Þarna má sjá svæði sem er að hluta til komið á kaf nálægt Kerson. AFP/Oleg Tuchynsky

Valdið vandræðum frá byrjun stríðs

Stíflan hefur ávallt verið mikilvæg hernaðarlega en rússneskar hersveitir náðu yfirráðum yfir stíflunni í febrúar 2022. Hún er á hernaðarlega mikilvægu svæði og stuðlar að raforkuöryggi Úkraínu.

Í október á síðasta ári hvatti Volodimír Selenskí Úkraínuforseti Vesturveldin til þess að beita áhrifum sínum til að koma í veg fyrir að Rússar myndu sprengja stífluna. Á þeim tíma sagði hann að Rússland hafi sett sprengiefni víðs vegar um stífluna. „Eyðilegging stíflunar myndi þýða hamfarir,“ sagði hann þá og líkti mögulegum afleiðingum við áhrifum gereyðingarvopns.

Stærsta kjarnorkuver Evrópu, Sapórisitsía.
Stærsta kjarnorkuver Evrópu, Sapórisitsía. AFP/Andrey Borodulin

Í kjölfar skemmdarinnar hefur Selenskí sagt: „Þetta er bara eitt af mörgum hryðjuverkum Rússa. Þetta er bara einn af mörgum stríðsglæpum Rússa,” og sakaði Rússa um eyðileggingu umhverfis.

mbl.is