Markmið um íbúðir í uppnámi

Húsnæðismarkaðurinn | 6. júní 2023

Markmið um íbúðir í uppnámi

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nokkra þætti skýra hvers vegna uppbygging hagkvæmra íbúða hafi gengið hægar en að var stefnt í kjölfar lífskjarasamninganna. Meðal annars hafi Blær ekki byggt eina einustu íbúð. Ein ástæðan sé að Keldnaholtinu hafi ekki verið ráðstafað undir hagkvæma uppbyggingu heldur verið fært félaginu Betri samgöngur. Nú eigi að fá sem hæst verð fyrir landið í þágu borgarlínu.

Markmið um íbúðir í uppnámi

Húsnæðismarkaðurinn | 6. júní 2023

Mun færri hagkvæmar íbúðir hafa risið en áformað var.
Mun færri hagkvæmar íbúðir hafa risið en áformað var. mbl.is/Sigurður Bogi

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nokkra þætti skýra hvers vegna uppbygging hagkvæmra íbúða hafi gengið hægar en að var stefnt í kjölfar lífskjarasamninganna. Meðal annars hafi Blær ekki byggt eina einustu íbúð. Ein ástæðan sé að Keldnaholtinu hafi ekki verið ráðstafað undir hagkvæma uppbyggingu heldur verið fært félaginu Betri samgöngur. Nú eigi að fá sem hæst verð fyrir landið í þágu borgarlínu.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nokkra þætti skýra hvers vegna uppbygging hagkvæmra íbúða hafi gengið hægar en að var stefnt í kjölfar lífskjarasamninganna. Meðal annars hafi Blær ekki byggt eina einustu íbúð. Ein ástæðan sé að Keldnaholtinu hafi ekki verið ráðstafað undir hagkvæma uppbyggingu heldur verið fært félaginu Betri samgöngur. Nú eigi að fá sem hæst verð fyrir landið í þágu borgarlínu.

Þá hafi lóðabrask haft sitt að segja en félögunum Bjargi og Blæ séu nú boðnar lóðir á 190-200 þúsund á hvern byggðan fermetra.

Á eftir að versna til muna

„Ég hef bent á að staðan á húsnæðismarkaði sé hrikaleg og það sem er kannski hrikalegra er að hún á eftir að versna til mikilla muna vegna þess að nú er framkvæmdahliðin að fara í frost,“ segir Ragnar Þór um ástandið.

Óli Þór Eiríksson, teymisstjóri athafnaborgarinnar á skrifstofu borgarstjóra, segir nóg af byggingarhæfum lóðum í borginni. Hins vegar hafi lóðarhafar í mörgum tilfellum ekki hafið uppbyggingu af ýmsum ástæðum þá helst vegna vandkvæða með fjármögnun. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is