SÍS segir tilboð sitt betra en kröfur BSRB

Kjaraviðræður | 6. júní 2023

SÍS segir tilboð sitt betra en kröfur BSRB

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir ávinning lægst launuðu hópa félagsmanna BSRB á gildistíma samningsins sem sambandið leggur til í kjaradeilunum vera 110 þúsund krónum umfram það sem sömu hópar myndu fá með kröfu BSRB um eingreiðslu upp á 128 þúsund krónur. 

SÍS segir tilboð sitt betra en kröfur BSRB

Kjaraviðræður | 6. júní 2023

Samninganefndir BSRB og SÍS á fundi í Karphúsinu.
Samninganefndir BSRB og SÍS á fundi í Karphúsinu. mbl.is/Hermann

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir ávinning lægst launuðu hópa félagsmanna BSRB á gildistíma samningsins sem sambandið leggur til í kjaradeilunum vera 110 þúsund krónum umfram það sem sömu hópar myndu fá með kröfu BSRB um eingreiðslu upp á 128 þúsund krónur. 

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir ávinning lægst launuðu hópa félagsmanna BSRB á gildistíma samningsins sem sambandið leggur til í kjaradeilunum vera 110 þúsund krónum umfram það sem sömu hópar myndu fá með kröfu BSRB um eingreiðslu upp á 128 þúsund krónur. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Eingreiðslan sem kemur í veg fyrir samning

Eins og greint hefur verið frá skilaði fundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag engum niðurstöðum og heldur því verkfall BSRB í 29 sveitarfélögum áfram á morgun að öllu óbreyttu. 

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, sagði í samtali við mbl.is í gær að aðeins eitt atriði kæmi veg fyrir samkomulag á milli samningsaðila. Það er ákvæði um eingreiðslu sem hljóðar upp á 128 þúsund krónur fyrir félagsmenn þar sem tekið er mið af meðallaunum miðað við að félagsmennirnir hefðu fengið hækkanir samkvæmt nýjum kjarasamning frá því í janúar, febrúar og mars.

Bjóða 50 til 60 þúsund króna hækkun

Í tilkynningunni frá SÍS segir að samninganefnd sambandsins hafi ítrekað lagt fram ný tilboð og að þau hafi teygt sig mjög langt í því að mæta kröfum BSRB.

Þá er tekið fram að SÍS hafi boðið BSRB samning sem inniheldur 50 til 60 þúsund króna hækkun lægstu launa á mánuði frá 1. apríl sem nær til um helmings félagsmanna. SÍS segir að eingreiðsluleið BSRB myndi skila hópi lægst launuðu félagsmanna um 40 þúsund króna hækkun launa auk eingreiðslu upp á 128 þúsund krónur. 

Samkvæmt tilboði Sambandsins myndu lægstu laun hækka um 50.000 kr. til 60.000 kr. á mánuði frá 1. apríl 2023. Ávinningur lægst launuðu hópa starfsmanna sveitarfélaga á gildistíma samningsins yrðu 110.000 kr. umfram það sem sömu hópar hefðu fengið með eingreiðsluleið BSRB,“ segir í tilkynningunni.

Að lokum ítrekar SÍS afstöðu sína að krafa BSRB um eingreiðslu sé tilhæfulaus og hvetur BSRB til að fara með málið fyrir dóm telji það á sér brotið.

mbl.is