„Tilbúin í langan fund"

Kjaraviðræður | 6. júní 2023

„Tilbúin í langan fund"

Engar forsendur hafa breyst síðan á sunnudaginn þegar slitnaði upp úr viðræðum í Karphúsinu í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Þetta segja deiluaðilar og Elísabet S. Ólafsdóttir og Aldís Sigurðardóttir aðstoðarsáttasemjarar í samtali við mbl.is í Karphúsinu í dag. Sameiginlegur fundur deiluaðila byrjaði að nýju í Karphúsinu upp úr kl. 10:00 í morgun.

„Tilbúin í langan fund"

Kjaraviðræður | 6. júní 2023

Við upphaf fundarins í morgun.
Við upphaf fundarins í morgun. mbl.is/Arnþór

Engar forsendur hafa breyst síðan á sunnudaginn þegar slitnaði upp úr viðræðum í Karphúsinu í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Þetta segja deiluaðilar og Elísabet S. Ólafsdóttir og Aldís Sigurðardóttir aðstoðarsáttasemjarar í samtali við mbl.is í Karphúsinu í dag. Sameiginlegur fundur deiluaðila byrjaði að nýju í Karphúsinu upp úr kl. 10:00 í morgun.

Engar forsendur hafa breyst síðan á sunnudaginn þegar slitnaði upp úr viðræðum í Karphúsinu í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Þetta segja deiluaðilar og Elísabet S. Ólafsdóttir og Aldís Sigurðardóttir aðstoðarsáttasemjarar í samtali við mbl.is í Karphúsinu í dag. Sameiginlegur fundur deiluaðila byrjaði að nýju í Karphúsinu upp úr kl. 10:00 í morgun.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að eingreiðsla upp á 128.000 krónur fyrir félagsmenn sína sé ófrávíkjanleg krafa sem hún hafi ekki heimild til að falla frá samkvæmt lögum síns félags.

Hún segir að með verkfallsaðgerðum séu vonir bundnar við að þau nái að knýja fram niðurstöðu. „Við vonumst auðvitað til þess að þetta klárist hratt og vel." Eingreiðslan myndi kosta sveitarfélögin í kringum einn milljarð.

Samninganefndir BSRB og SÍS mæta til fundar í Karphúsinu.
Samninganefndir BSRB og SÍS mæta til fundar í Karphúsinu. mbl.is/Hermann

Til í langan fund

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS, segir það vera mjög alvarlega stöðu ef BSRB neitar að víkja frá kröfu um eingreiðslu. „Þetta er krafa sem að við getum ekki mætt og það er ekki að breytast. Ef menn eru tilbúnir að ræða einhverjar lausnir þá erum við tilbúin í langan fund."

mbl.is