Góðvinur Opruh Winfrey leigir út sumarhúsið

Gisting | 7. júní 2023

Góðvinur Opruh Winfrey leigir út sumarhúsið

Í bænum Montauk í New York er að finna fallegt og bjart sumarhús í eigu hönnuðanna Nate Berkus, sem gerði garðinn frægan í The Oprah Winfrey Show, og eiginmanns hans Jeremiah Brent.

Góðvinur Opruh Winfrey leigir út sumarhúsið

Gisting | 7. júní 2023

Sannkölluð hönnunarparadís.
Sannkölluð hönnunarparadís. Samsett mynd

Í bænum Montauk í New York er að finna fallegt og bjart sumarhús í eigu hönnuðanna Nate Berkus, sem gerði garðinn frægan í The Oprah Winfrey Show, og eiginmanns hans Jeremiah Brent.

Í bænum Montauk í New York er að finna fallegt og bjart sumarhús í eigu hönnuðanna Nate Berkus, sem gerði garðinn frægan í The Oprah Winfrey Show, og eiginmanns hans Jeremiah Brent.

Hjónin sem hafa undanfarin ár umbreytt ýmiss konar rýmum í TLC-raunveruleikaþættinum Nate & Jeremiah by Design settu nýverið hús sitt á leigu á Airbnb og geta áhugasamir dvalið í þessu rúmgóða, hlýlega og sjarmerandi húsi í sumar. 

Algjör draumahöll

„Hér hefur hvert smáatriði verið vandlega endurnýjað og heimilið innblásið af landslaginu og ströndunum sem umlykja það. Von okkar er sú að rýmið geri þér kleift að slaka á, njóta augnabliksins og hugleiða,“ segja hjónin í Airbnb-auglýsingunni. 

„Húsið er í stuttri göngufjarlægð frá vatninu og er hönnun hússins innblásin af öllu því sem gerir Montauk einstakan stað, það endurspeglar einnig hverjir við erum og hvað okkur þykir vænt um.“

Hjónin handvöldu alla hluti inn á heimili sitt enda miklir smekksmenn og hafa sömuleiðis endurnýtt efni sem fundist hefur í kringum heimili þeirra og gefið því nýtt líf. „Rýmið er góð blanda af hönnunarvörum og hversdagslegum þægindum. Mikilvægast er að þarna lifa margar af uppáhaldsminningum okkar og við vonum því að þú getir skapað þínar eigin á meðan dvölinni stendur,“ héldu hjónin áfram að segja. 

Friðsælt líf í Montauk

Montauk er vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga og þá sérstaklega yfir sumartímann. Heimafólk hvaðanæva frá New York leggur leið sína þangað þar sem þetta er sannkallað athvarf frá ys og þys borgarlífsins. Fólk alls staðar að úr heiminum er einnig forvitið um þetta litla friðsæla sjávarþorp. 

Náttúrufegurð og dýralíf einkenna Montauk en staðurinn er þekktur fyrir fallegar strendur eins og Ditch Plains og gististaði við sjávarsíðuna með einstöku útsýni. Höfrungar, landselir, skjaldbökur og hnúfubakar eru á meðal þeirra mögnuðu dýra sem kíkja í heimsókn yfir árið en hvalaskoðun er vinsæl starfsemi í bænum. 

mbl.is