Raunkostnaðurinn 30-45 milljarðar í ár

Vextir á Íslandi | 7. júní 2023

Raunkostnaðurinn 30-45 milljarðar í ár

Bergþór Ólason segir að nýkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í ríkisrekstri muni engu skila í baráttunni við verðbólguna. Stórir útgjaldaliðir séu látnir afskiptalausir með öllu. Það eigi m.a. við um stríðan straum hælisleitenda til landsins.

Raunkostnaðurinn 30-45 milljarðar í ár

Vextir á Íslandi | 7. júní 2023

Hressileg umræða á vettvangi Dagmála þar sem gestir að þessu …
Hressileg umræða á vettvangi Dagmála þar sem gestir að þessu sinni eru Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og Bergþór Ólason alþingismaður. Kristofer Liljar

Bergþór Ólason segir að nýkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í ríkisrekstri muni engu skila í baráttunni við verðbólguna. Stórir útgjaldaliðir séu látnir afskiptalausir með öllu. Það eigi m.a. við um stríðan straum hælisleitenda til landsins.

Bergþór Ólason segir að nýkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar um aukið aðhald í ríkisrekstri muni engu skila í baráttunni við verðbólguna. Stórir útgjaldaliðir séu látnir afskiptalausir með öllu. Það eigi m.a. við um stríðan straum hælisleitenda til landsins.

„Ég man ekki hvort það var núverandi dómsmálaráðherra eða sá næsti sem sagði að það stefndi í að tölurnar enduðu í 15 þúsund milljónum þetta árið, bara bein útgjöld ríkissjóðs. Þá er afleiddi kostnaðurinn eftir þannig að raunkostnaður er kannski 30-45 milljarðar. Það er svona flæði sem verður að spyrna fótum við.“

Horfa á ríkisreksturinn

Bergþór er gestur Dagmála ásamt Sigurði Kára Kristjánssyni, hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Segir Sigurður óheppilegt að taka hælisleitendamál sem dæmi um útgjaldaliði sem beina þurfi spjótum að. Nær væri að horfa á ríkisreksturinn í stærra samhengi og gagnrýnir hann alla þingflokka fyrir að vera ekki með hagræðingartillögur sem hönd sé á festandi. Ítrekar Bergþór í því samhengi, og kveinkar sér augljóslega undan gagnrýni þingmannsins fyrrverandi, að þingflokkur Miðflokksins muni kynna tillögur í þá veru innan tíðar.

Bendir Bergþór á að holur hljómur sé í því að ríkisstjórnin tali um aukið aðhald þegar allt stefni í að útgjaldavöxtur ríkissjóðs milli ára verði 193 milljarðar króna.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

mbl.is