„Það þarf að sýna þessari stétt virðingu“

Kjaraviðræður | 7. júní 2023

„Það þarf að sýna þessari stétt virðingu“

„Við styðjum. Þetta er alltof vanmetið starf og bara öll þessi störf. Þau eiga skilið töluvert meira en þau eru að fá,“ segir Esther María Ragnarsdóttir, móðir leikskólabarna og ein þeirra sem stóðu fyrir samstöðufundi með félagsmönnum BSRB í dag.

„Það þarf að sýna þessari stétt virðingu“

Kjaraviðræður | 7. júní 2023

„Við styðjum. Þetta er alltof vanmetið starf og bara öll þessi störf. Þau eiga skilið töluvert meira en þau eru að fá,“ segir Esther María Ragnarsdóttir, móðir leikskólabarna og ein þeirra sem stóðu fyrir samstöðufundi með félagsmönnum BSRB í dag.

„Við styðjum. Þetta er alltof vanmetið starf og bara öll þessi störf. Þau eiga skilið töluvert meira en þau eru að fá,“ segir Esther María Ragnarsdóttir, móðir leikskólabarna og ein þeirra sem stóðu fyrir samstöðufundi með félagsmönnum BSRB í dag.

Esther segir í samtali við mbl.is mjög mikilvægt að sýna samstöðu með verkfallsfólki.

„Við sem foreldrar þurfum líka að láta í okkur heyra og styðja þau. Þetta er kannski mikið í heildina sem verið er að biðja um, en miðað við störfin sem þetta fólk sinnir þá er þetta ekki neitt. Það þarf að sýna þessari stétt virðingu og semja.“

Samstöðufundurinn var haldinn fyrir utan húsakynni Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samstöðufundurinn var haldinn fyrir utan húsakynni Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framtíð landsins

„Við erum aðallega reiðar og pirraðar yfir því hvað þetta tekur langan tíma. Af hverju er ekki hægt að setja pening í þetta á meðan verið er að hækka laun æðstu ráðamanna?“ segir Erla Þórdís Traustadóttir, móðir leikskólabarns og einn skipuleggjenda fundarins.

„Þetta er bara ótrúlega erfitt. Þetta eru framtíðarkynslóðir okkar og þau þurfa sína rútínu,“ segir Erla og Esther tekur í sama streng.

„Börnin eru framtíð landsins. Ef börnin komast ekki á leikskóla þá komumst við ekki í vinnu, þannig að samfélagið fer meira á hliðina heldur en bara hjá þeim sem eru í verkfalli.“

Fundargestir kalla eftir því að launamunurinn verði leiðréttur.
Fundargestir kalla eftir því að launamunurinn verði leiðréttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Áfram BSRB“

Spurð hvort hún sé bjartsýn á að samningar náist á næstunni svarar Esther:

„Ég er ekkert mjög bjartsýn en maður verður samt að reyna að vera það. Ég vona að þetta hafi gert eitthvað gagn, áfram BSRB.“

Hún biðlar að lokum til foreldra og annarra að halda áfram að styðja verkfallsfólk.

„Haldið áfram að sýna fólkinu að við kunnum að meta þeirra störf.“

mbl.is