Þýðir ekki að skrifa undir og hækka strax verð

Vextir á Íslandi | 7. júní 2023

Þýðir ekki að skrifa undir og hækka strax verð

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem beint er gegn verðbólgu vera jákvætt skref en að hann búist við meiru í framhaldinu. Hann segist hafa trú á því að armar hagstjórnarinnar séu nú að koma saman til að takast loks á koma böndum á verðbólguna, en segir það jafnframt hafa verið vonbrigði hversu mikið fyrirtæki hafi velt auknum kostnaði af kjarasamningum beint í verðlagið það sem af er ári.

Þýðir ekki að skrifa undir og hækka strax verð

Vextir á Íslandi | 7. júní 2023

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun. mbl.is/Arnþór

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem beint er gegn verðbólgu vera jákvætt skref en að hann búist við meiru í framhaldinu. Hann segist hafa trú á því að armar hagstjórnarinnar séu nú að koma saman til að takast loks á koma böndum á verðbólguna, en segir það jafnframt hafa verið vonbrigði hversu mikið fyrirtæki hafi velt auknum kostnaði af kjarasamningum beint í verðlagið það sem af er ári.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem beint er gegn verðbólgu vera jákvætt skref en að hann búist við meiru í framhaldinu. Hann segist hafa trú á því að armar hagstjórnarinnar séu nú að koma saman til að takast loks á koma böndum á verðbólguna, en segir það jafnframt hafa verið vonbrigði hversu mikið fyrirtæki hafi velt auknum kostnaði af kjarasamningum beint í verðlagið það sem af er ári.

Ásgeir kynnti í morgun, ásamt Gunnari Jakobssyni, varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika, yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fóru yfir helstu atriði sem koma að honum. Beindu þeir sjónum sínum meðal annars að verðbólgunni og stöðu fólks á fasteignamarkaði í kjölfar mikilla vaxtahækkana og áhrifa þeirra á fasteignalán.

Ásgeir ræddi við mbl.is eftir fundinn og fór þar einnig yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að takast á við verðbólguna. Meðal annars á að breyta lögum þannig að laun æðstu stjórnenda ríkisins hækki um 2,5% en ekki 6% eins og áformað var. Auk þess á að fresta framkvæmdum, en samtals er áformað að aðgerðirnar leiði til samtals 20 milljarða betri afkomu en kom fram í fjárlögum sem samþykkt voru í desember.

„Við erum að búast við meira aðhaldi“

„Við teljum að þetta séu mjög jákvæð skref, en ekki síðasta skrefið hjá ríkisstjórninni,“ segir Ásgeir um þessi áform. „Við erum að búast við meira aðhaldi í næstu fjárlögum, en ég tel að ríkisstjórnin sé að taka ábyrgð með þessu. Verkið er auðveldara að því leyti að það er hagvöxtur og tekjuvöxtur og þá er auðveldara að ná tökum á ríkisfjármálunum því þú þarft ekki að fara í niðurskurð. Getur bara stoppað útgjöld og þá færðu tekjurnar,“ bætir hann við.

Samhliða síðasta fundi peningastefnunefndar gaf Seðlabankinn út verðbólguspá í Peningamálum, en hún var talsvert neikvæðari og gerði ráð fyrir að verðbólgan yrði lengur viðvarandi en í fyrri spá. En gæti þetta eitthvað farið að snúast núna?

Ásgeir og Gunnar kynntu yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar í morgun.
Ásgeir og Gunnar kynntu yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar í morgun. mbl.is/Arnþór

Spáin úrelt samdægurs

Ásgeir nefnir fyrst að ljóst hafi verið strax á á vaxtaákvörðunarfundinum að peningastefnunefnd væri „harðákveðin í að láta þessa verðbólguspá ekki rætast og að hún yrði úrelt sama dag og hún var birt.“ Það hafi nefndin gert með að hækka vexti mynduglega, en þeir voru hækkaðir um 1,25 prósentustig, og að jafnvel væri horft til að hækka þá meira.

Hann tekur jafnframt fram að erlendis sé verðbólga að ganga niður og hrávöruverð að lækka. Utanaðkomandi verðbólga sé því að lækka og nú verði „atvinnurekendur að taka ábyrða.“

Ásgeir segir verðbólguvæntingar hafa verið mjög háar og það hafi meðal annars helgast af því að ekki hafi verið trú á því að ríkisfjármálin væru að vinna með verðbólgumarkmiðinu. Þá hafi einnig skipt máli að vinnumarkaðurinn hafi ekki gefið til kynna að hann væri heldur til í slíka vinnu. „Það skiptir því miklu máli að þau séu að stíga fram núna og taka ábyrgð,“ segir Ásgeir.

Þýðir ekki að skrifa undir samning og hækka svo verð

Hann beinir næst sjónum sínum að atvinnulífinu og segist ekki sáttur með viðbrögð þeirra að undanförnu. „Vinnumarkaðurinn þarf að gera sér grein fyrir því að það sem gerist í kjarasamningum skiptir miklu máli fyrir vaxtakjörin. Atvinnurekendur þurfa að átta sig á því að þeir geta ekki samgert kjarasamninga nema það sem þeir telja sig geta staðið undir án þess að hækka verðið. Það þýðir ekki að skrifa undir kjarasamninga og hækka verðið daginn eftir eins og gerðist núna eftir áramót,“ segir Ásgeir og bætir við að það leiði bara til þess að fyrirtækin fái hærri vaxtakostnað.

„Verið mjög dugleg að velta kostnaði út í verðlag“

Viðbrögð verkalýðsleiðtoga undanfarna mánuði hefur oft mátt skilja þannig að þeir telji seðlabankastjóra í slag við launþegahreyfinguna. Orð hans núna eru þó ef eitthvað er harðari í garð atvinnulífsins. Spurður hvort það sé réttur skilningur blaðamanns segir Ásgeir það „algjörlega“ vera svo. „Hafi einhver skilið orð mín svo að ég hafi ráðist að verkalýðshreyfingunni er það ekki svo.  Það eru tveir aðilar sem gera samning,“ segir hann.

„Atvinnurekendur verða að taka ábyrgð á því sem þeir gera og það liggur fyrir að fyrirtækin hafa verið mjög dugleg að velta kostnaði út í verðlag,“ bætir Ásgeir við og tekur fram að það séu af hans hálfu vonbrigði sem minni á gamla tíma mikillar verðbólgu og höfrungahlaups.

Bjóst við að verkalýðshreyfingin myndi styðja kerfið

Ásgeir beinir þó orðum sínum líka að verkalýðshreyfingunni og segir að áður hafi verið sagt að ekki væri hægt að byggja hér upp nafnvaxtakerfi en að það hafi svo tekist og Seðlabankinn stutt við það. Segir hann þetta kerfi hafa gagnast launafólki mjög vel með neikvæðum raunvöxtum fyrir fasteignakaupendur og að hann hafi búist við að hreyfingin myndi styðja kerfið og gera sér grein fyrir því að ef samningar væru langt umfram framleiðsluaukningu kallaði það á verðbólgu og vaxtahækkanir. „Það virðist ekki hafa skilað sér, en vona í næsta skipti að það hafi skilað sér.“

Framundan eru viðræður vegna kjarasamninga á almenna markaðinum sem renna út um næstu áramót. Ásgeir segir að ef samþykkt verði að fara í lægri nafnlaunahækkanir þá sé um að ræða traust sem atvinnurekendur verði að standa undir.

mbl.is