Ætlar ekki í slag við Ásgeir

Kjaraviðræður | 8. júní 2023

Ætlar ekki í slag við Ásgeir

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, segir ummæli Ásgeirs Jónssonar í Morgunblaðinu í dag tala inn í fortíðina.

Ætlar ekki í slag við Ásgeir

Kjaraviðræður | 8. júní 2023

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Samsett mynd

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, segir ummæli Ásgeirs Jónssonar í Morgunblaðinu í dag tala inn í fortíðina.

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, segir ummæli Ásgeirs Jónssonar í Morgunblaðinu í dag tala inn í fortíðina.

Ásgeir lýsti þeim skilningi sínum að launþegahreyfingin gerði kröfu um 2,5% launahækkun í komandi kjarasamningum eins og æðstu embættismenn þjóðarinnar hlutu nýverið.

Hafa sem breiðasta samstöðu

„Við vorum að ætlast til að æðstu ráðamenn þjóðarinnar væru með sambærileg kjör og við sömdum um í desember. Við eigum hins vegar alfarið eftir að taka stöðuna um framtíðina, þannig að þetta hefur ekkert með það að gera,“ segir Finnbjörn í samtali við mbl.is.

Finnbjörn segist ekki ætla í neinn slag við bankann. Hlutverk ASÍ sé að halda uppi kaupmætti fyrir sitt fólk og Seðlabankinn hafi mörg þau tæki og tól sem geta hjálpað í þeirri baráttu.

„Það er ekki okkar ætlun að fara í einhvern slag við bankann, heldur að hafa sem breiðasta samstöðu um hvernig komandi kjarasamingar verða.“

mbl.is