Launamismunur enn kjarni málsins

Kjaraviðræður | 8. júní 2023

Launamismunur enn kjarni málsins

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, svarar yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem birtist í dag, fullum hálsi. BSRB hafi skýrar heimildir fyrir því að mörg sveitarfélög eigi í vandræðum með að öðlast jafnlaunavottun.

Launamismunur enn kjarni málsins

Kjaraviðræður | 8. júní 2023

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, svarar yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem birtist í dag, fullum hálsi. BSRB hafi skýrar heimildir fyrir því að mörg sveitarfélög eigi í vandræðum með að öðlast jafnlaunavottun.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, svarar yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem birtist í dag, fullum hálsi. BSRB hafi skýrar heimildir fyrir því að mörg sveitarfélög eigi í vandræðum með að öðlast jafnlaunavottun.

Jafnlaunavottun á að tryggja að fólk í sömu eða sambærilegum störfum fái sömu laun, óháð kyni, starfsstöð eða stéttarfélagi.

Því að fá jafnlaunavottun fylgir sú kvöð að fylgja henni eftir og þar hafi orðið misbrestur á. Sonja vill heldur ekki kannast við að núverandi staða sé upp komin vegna þess að BSRB hafi gert þau mistök að hafna góðu boði.

Það hafi verið harður ágreiningur í nokkra mánuði hvers vegna mál séu komin á þann stað sem raun beri vitni. Kjarni málsins sé sá að innan sveitarfélaga fái fólk ólík laun fyrir sambærileg eða sömu störf.

Skilur ekki ummæli seðlabankastjóra

Sonja skilur lítið í ummælum seðlabankastjóra um að 2,5% launahækkun sé sú lína sem launþegahreyfingin hafi í reynd sett fram. Staðreyndin sé sú að í síðustu samningum hafi höfuðáherslan verið á að hækka laun þeirra lægst launuðu og færi svo prósentan stiglækkandi upp stigann. Það að tengja krónuhækkun við prósentuhækkun í efstu lögum samfélagsins gangi illa upp fyrir þá verst settu.

Hún segist lítið skilja skeytasendingar úr Seðlabankanum sem virðist beinast meira að ákveðnum aðilum innan launþegahreyfingarinnar.

Foreldrar fyrir framan bæjarskrifstofur Kópavogs krefast samninga
Foreldrar fyrir framan bæjarskrifstofur Kópavogs krefast samninga mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is