Rigningardagur 46 – er ekki bara hægt að kveikja í honum?

Snyrtibuddan | 8. júní 2023

Rigningardagur 46 – er ekki bara hægt að kveikja í honum?

Þegar þú ert orðin upplituð og buguð á rigningardegi 46 þá þarftu nýtt dót til þess að hressa upp á andlega heilsu. Sálfræðingar og geðlæknar gera sitt gagn en stundum þurfum við eitthvað aðeins stærra og meira til þess lyfta andanum upp. 

Rigningardagur 46 – er ekki bara hægt að kveikja í honum?

Snyrtibuddan | 8. júní 2023

Ljósmynd/Samsett

Þegar þú ert orðin upplituð og buguð á rigningardegi 46 þá þarftu nýtt dót til þess að hressa upp á andlega heilsu. Sálfræðingar og geðlæknar gera sitt gagn en stundum þurfum við eitthvað aðeins stærra og meira til þess lyfta andanum upp. 

Þegar þú ert orðin upplituð og buguð á rigningardegi 46 þá þarftu nýtt dót til þess að hressa upp á andlega heilsu. Sálfræðingar og geðlæknar gera sitt gagn en stundum þurfum við eitthvað aðeins stærra og meira til þess lyfta andanum upp. 

Þetta áþreifanlega þarf ekki að vera eitthvað ógurlegt. Við erum kannski bara að tala um nýtt naglalakk sem gjörbreytir heildarmyndinni og lætur öll gömlu fötin líta út eins og ný. Á dögunum voru 17 nýir litir kynntir til leiks í Le Vernis línunni frá Chanel. Ljósgulur, ljósblár og appelsínurauður eru sérlega sumarlegir og minna svolítið á sjöunda áratuginn þegar konur voru með spangir í hárinu og iðuðu af kvenleika og bökunarlykt. Í línunni eru líka dökk vínrauður litur sem er kannski ekki sérlega sumarlegur. Ekki þannig, en hann fer hinsvegar mjög vel við hvít hörföt. Það þarf alltaf að vera einhver andstæða í heildarmyndinni. Hún má ekki vera eins og hún sé upplituð.

Þessi föt fást í Vero Moda.
Þessi föt fást í Vero Moda.

Talandi um upplitað fólk. Á dögunum hitti ég eina af þessum síungu konum sem virðast ekki eldast neitt þrátt fyrir að vera um sjötugt. Þegar ég minntist á það við hana að hún hefði ekki breyst neitt síðan ég man eftir henni, í meira en 30 ár, þá hló hún og spurði hvort ég þyrfti ekki að fara fá mér gleraugu. Hún væri nefnilega orðin svolítið upplituð. Upplituð, sagði ég og hló. Þetta fannst mér fyndið!

Upplitun er gott orð sem hægt er að nota um hluti af öllum stærðum og gerðum. Ég hef hinsvegar aldrei heyrt það notað um fólk. En kannski lýsti það bara svo vel hugarástandi á rigningardegi 46. Þegar okkur líður eins og við séum komin á síðasta söludag eins og gömul mjólk. Svolítið kekkjótt og illa lyktandi. Við erum þó full af bjartsýni, þrátt fyrir allt, og þrífum alltaf umbúðirnar áður en þær fara í endurvinnsluna. Ekki viljum við láta það spyrjast út að við hendum þeim beint í tunnuna með hinum óflokkaða úrganginum sem við setjum í plastpoka sem við kaupum í búðinni og skömmumst okkar ógurlega fyrir. Við viljum vera almennilegir borgarar og taka ábyrgð á okkur og umhverfinu. Eða þangað til við fréttum að það væri farið beint með fernunar yfir til meginlands Evrópu þar sem var kveikt í þeim. Stundum er svo flókið að vera til. Þegar þessar fréttir berast hefur varla sést til sólar í margar vikur. Þá þurfum við nýtt naglalakk og nýjan farða. Nýjan kjól, ný sólgleraugu og nýtt glit í kinnarnar.

Hér má sjá hlýja og fallega liti í Le Vernis …
Hér má sjá hlýja og fallega liti í Le Vernis línunni frá Chanel.
Jakki með gulltölum fæst í Vero Moda.
Jakki með gulltölum fæst í Vero Moda.
Þessi sumarlegi kjóll fæst í Companys í Kringlunni.
Þessi sumarlegi kjóll fæst í Companys í Kringlunni.
Þessi litur fer vel við ljós hörföt.
Þessi litur fer vel við ljós hörföt.
Bómullarkjóll úr Lindex.
Bómullarkjóll úr Lindex.
Appelsínurauður, gráblár og grængrár eru frísklegir.
Appelsínurauður, gráblár og grængrár eru frísklegir.
Hörkjóll með hlýrum fæst í Lindex.
Hörkjóll með hlýrum fæst í Lindex.
Naglalökk í rauðum tónum eru alltaf góð hugmynd.
Naglalökk í rauðum tónum eru alltaf góð hugmynd.
Þessi satínkjóll fæst í Mathilda í Kringlunni.
Þessi satínkjóll fæst í Mathilda í Kringlunni.
Gular neglur eru mjög sumarlegar.
Gular neglur eru mjög sumarlegar.
Hér má sjá gulan, dökkvínrauðan og ljósbleikan svo einhverjir séu …
Hér má sjá gulan, dökkvínrauðan og ljósbleikan svo einhverjir séu nefndir.
Þessi litapalletta er mjög í anda sjöunda áratugsins.
Þessi litapalletta er mjög í anda sjöunda áratugsins.
mbl.is