Segir BSRB reyna að leið­rétta mis­tök með verk­falli

Kjaraviðræður | 8. júní 2023

Segir BSRB reyna að leið­rétta mis­tök með verk­falli

Samband íslenskra sveitarfélaga neitar því að misrétti sé beitt þegar kemur að launum fólks fyrir sömu störf.

Segir BSRB reyna að leið­rétta mis­tök með verk­falli

Kjaraviðræður | 8. júní 2023

Verkföll BSRB hafa sett svip sinn á hina ýmsu geira.
Verkföll BSRB hafa sett svip sinn á hina ýmsu geira. mbl.is/Arnþór

Samband íslenskra sveitarfélaga neitar því að misrétti sé beitt þegar kemur að launum fólks fyrir sömu störf.

Samband íslenskra sveitarfélaga neitar því að misrétti sé beitt þegar kemur að launum fólks fyrir sömu störf.

Sambandið segir BSRB nú reyna að leiðrétta fyrri mistök sín með verkfallsaðgerðum og ódrengilegri auglýsingaherferð.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef sambandsins.

Hafnað tilboði um launahækkanir

SÍS tekur þar fram að þau séu leiðandi á íslenskum vinnumarkaði þegar kemur að því að eiga við kynbundinn launamun og gæta jafnræðis þegar kemur að launum fólks í jafn verðmætum eða sömu störfum á milli sveitarfélaga.

Sambandið segir BSRB hafa hafnað tilboði um launahækkanir frá 1. janúar 2023 árið 2020 og hefðu þeir þá tryggt sömu laun fyrir sömu störf milli sveitarfélaga frá þeim tíma. Það tilboð hafi legið á borðinu í sex mánuði og verið það sama og SGS hafi skrifað undir árið 2020.

„Nú sækir BSRB leiðréttingu á mistökum sínum af mikilli hörku á sveitarfélögin með víðtækum verkfallsaðgerðum og ásökunum um að sveitarfélög mismuni starfsfólki í launum. Starfsfólki er talin trú um að vinnuveitendur þeirra mismuni þeim og sýni lítilsvirðingu. Sveitarfélögin eru útmáluð í afar ódrengilegri auglýsingaherferð sem slæmir vinnuveitendur. Ekkert er fjarri sanni. BSRB ber ábyrgð á þessari stöðu og forystufólk félagsins verður að taka ábyrgð á þeim samningum sem það skrifaði undir fyrir hönd síns félagsfólks,” segir á vef SÍS.

mbl.is