Löngu búin að taka niður auglýsingarnar

Kjaraviðræður | 9. júní 2023

Löngu búin að taka niður auglýsingarnar

BSRB kveðst þegar búið að taka niður auglýsingar sem Samband íslenskra sveitarfélaga (SNS) óskar nú eftir að fá fjarlægðar. SNS telur þær brjóta í bága við lög en BSRB hafnar þeim fullyrðingum. Bandalagið hafi tekið þær niður fyrir rúmri viku til þess að reyna að liðka fyrir um gerð kjarasamninga.

Löngu búin að taka niður auglýsingarnar

Kjaraviðræður | 9. júní 2023

Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því að auglýsingarnar yrðu teknar …
Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir því að auglýsingarnar yrðu teknar niður fyrir kl. 16 í dag. BSRB segist hafa tekið þær niður fyrir rúmri viku. BSRB

BSRB kveðst þegar búið að taka niður auglýsingar sem Samband íslenskra sveitarfélaga (SNS) óskar nú eftir að fá fjarlægðar. SNS telur þær brjóta í bága við lög en BSRB hafnar þeim fullyrðingum. Bandalagið hafi tekið þær niður fyrir rúmri viku til þess að reyna að liðka fyrir um gerð kjarasamninga.

BSRB kveðst þegar búið að taka niður auglýsingar sem Samband íslenskra sveitarfélaga (SNS) óskar nú eftir að fá fjarlægðar. SNS telur þær brjóta í bága við lög en BSRB hafnar þeim fullyrðingum. Bandalagið hafi tekið þær niður fyrir rúmri viku til þess að reyna að liðka fyrir um gerð kjarasamninga.

Á fundi SNS í dag var samþykkt skora á BSRB til þess að taka niður aug­lýs­ing­ar í nafni sveit­ar­fé­laga fyrir klukkan 16 í dag og Heiða Björg, formaður SNS, sagði sambandið íhuga mál­sókn ef ekki væri orðið við áskor­un­inni.

Spánskt fyrir sjónir

„Við erum í rauninni löngu búin að því,“ segir Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB, við mbl.is þegar hún er spurð hvort bandalagið ætli að taka niður auglýsingarnar. „Þetta kom okkur smá spánskt fyrir sjónir því við tókum þetta niður 1. júní.“

Freyja segir að einu auglýsingarnar sem eftir standa sé prentefni sem félagsmenn hafi sjálfir hengt upp á eigin ábyrgð en BSRB geti „af augljósum ástæðum“ ekki farið á milli sveitarfélaga að taka niður það efni.

Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB.
Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. Ljósmynd/Aðsend

„Við getum náttúrulega ekki bara rifið niður plaköt sem búið er að hengja upp,“ segir hún. „Við erum svona hálfhissa af þessari yfirlýsingu, því við höfum reynt að vera liðleg.“

„Við skiljum að það er erfitt að vera ásakaður um mismunum en það er samt staðan að það sé ekki verið að borga sömu launin fyrir sömu störf,“ segir Freyja að lokum.

SNS afvegaleiði umræðuna

BSRB hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi haft samband við bandalagið fyrir rúmri viku vegna þess sem Sambandið taldi vera ólögmæta auglýsingaherferð.

„BSRB hafnar því að auglýsingaherferðin brjóti í bága við lög. Meginmarkmið hennar að vekja athygli bæjar- og sveitastjórna á ábyrgð þeirra gagnvart eigin starfsfólki um að mismuna þeim ekki í kjörum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að bandalagið hafi samt ákveðið að verða við ósk Sambandsins um að herferðin yrði tekin úr birtingu til að reyna að liðka fyrir um gerð kjarasamninga. Auglýsingarnar hafi því verið teknar niður þann 1. júlí.

„Frá þeim tíma hafa ekki neinar auglýsingar verið birtar á vefmiðlum eða umferðaskiltum. Fyrir þann tíma hafði prentuðu efni s.s. plakötum og skiltum verið dreift til aðildarfélaganna 11 og félagsfólks þeirra sem eru um 7.000,“ segir í yfirlýsingunni

„BSRB sýnir því skilning að sveitarfélögum finnist erfitt að sitja undir því að vera sökuð um mismunun - hins vegar væri árangursríkast fyrir þau að beina orku sinni að því að leiðrétta hreinlega þann launamismun sem átti sér stað fyrstu þrjá mánuði ársins. Þessi yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga er enn leiðin til að afvegaleiða umræðuna frá kjarna málsins, sem er að sveitarfélögum landsins ber að greiða starfsfólki sínu sömu laun fyrir sömu störf.“

mbl.is