Undirbúa stefnur ef ekki verður látið af brotum

Kjaraviðræður | 9. júní 2023

Undirbúa stefnur ef ekki verður látið af brotum

Samninganefnd BSRB mun nýta daginn í að taka saman möguleg verkfallsbrot sem sögð eru hafa verið framin í vikunni og eftir atvikum undirbúa stefnur gegn sveitarfélögunum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga(SNS) í dag.

Undirbúa stefnur ef ekki verður látið af brotum

Kjaraviðræður | 9. júní 2023

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ekki hafa verið boðað …
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ekki hafa verið boðað til samningsfundar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samninganefnd BSRB mun nýta daginn í að taka saman möguleg verkfallsbrot sem sögð eru hafa verið framin í vikunni og eftir atvikum undirbúa stefnur gegn sveitarfélögunum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga(SNS) í dag.

Samninganefnd BSRB mun nýta daginn í að taka saman möguleg verkfallsbrot sem sögð eru hafa verið framin í vikunni og eftir atvikum undirbúa stefnur gegn sveitarfélögunum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga(SNS) í dag.

Þetta segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við mbl.is. 

„Það er ekki búið að boða til nýs samningafundar. Það er ekki útlit fyrir að það verði gert í dag en þær hafa verið í sambandi við okkur samningsaðilana, en staðan er óbreytt,“ segir Sonja.

Sonja segir að um miðja viku hafi borið á verkföllum í nokkrum sveitarfélögum. Það hafi helst verið á leikskólum.

„Við erum að taka þetta saman. Við ætlum að hittast öll aðildarfélögin og fara betur yfir listann. Svo í framhaldinu förum við að undirbúa stefnur fyrir Félagsdóm ef það verður ekki látið af brotunum. Svo auðvitað verður haldið áfram með verkfallsvörslu,“ segir Sonja. 

Breyttist á miðvikudag

„Það var lítið um verkfallsbrot þar til á miðvikudag. Þá fundum við breytingu strax og það var í kjölfar þess að, að því er okkur skilst, SNS hafi sjálft boðað stjórnendur leikskóla á sinn fund. Þar hafi línurnar verið lagðar um hvað má og hvað má ekki, sem er þvert á það sem áður hefur verið. Þá byrjuðu þessi brot,“ segir Sonja. 

Hún segir verkfallsverði BSRB hafi í heimsóknum sínum á vinnustöðum heyrt frá starfsfólki að það hafi fundist það vera að brjóta verkföll. „Þetta er mjög bagaleg staða þegar það er verið að etja fólki saman inni á vinnustöðunum. Það er mjög erfitt og þungt fyrir okkar fólk, og væntanlega fyrir þau sem starfa inni á leikskólunum,“ segir Sonja. 

Hún segir fólk upplifa sig milli steins og sleggju þegar það fái svona skipanir frá sínum æðstu yfirmönnum. 

mbl.is