Ása fór í ógleymanlegt starfsnám hjá Chanel í París

Framakonur | 10. júní 2023

Ása fór í ógleymanlegt starfsnám hjá Chanel í París

Ása Bríet Brattaberg er 27 ára klæðskeri og textílhönnuður frá Íslandi og Færeyjum. Hún er búsett í Lundúnum þar sem hún stundar nám við Central Saint Martins háskólann, en hún mun útskrifast þaðan í sumar. Í náminu hefur Ása fengið spennandi tækifæri og fór meðal annars í starfsnám hjá tískuhúsinu Chanel í París og sýndi flík eftir sig á Cristobal Balenciaga safninu á Spáni.

Ása fór í ógleymanlegt starfsnám hjá Chanel í París

Framakonur | 10. júní 2023

Ása Bríet Brattaberg mun útskrifast úr Central Saint Martis háskólanum …
Ása Bríet Brattaberg mun útskrifast úr Central Saint Martis háskólanum í Lundúnum í sumar.

Ása Bríet Brattaberg er 27 ára klæðskeri og textílhönnuður frá Íslandi og Færeyjum. Hún er búsett í Lundúnum þar sem hún stundar nám við Central Saint Martins háskólann, en hún mun útskrifast þaðan í sumar. Í náminu hefur Ása fengið spennandi tækifæri og fór meðal annars í starfsnám hjá tískuhúsinu Chanel í París og sýndi flík eftir sig á Cristobal Balenciaga safninu á Spáni.

Ása Bríet Brattaberg er 27 ára klæðskeri og textílhönnuður frá Íslandi og Færeyjum. Hún er búsett í Lundúnum þar sem hún stundar nám við Central Saint Martins háskólann, en hún mun útskrifast þaðan í sumar. Í náminu hefur Ása fengið spennandi tækifæri og fór meðal annars í starfsnám hjá tískuhúsinu Chanel í París og sýndi flík eftir sig á Cristobal Balenciaga safninu á Spáni.

Aðspurð segir Ása áhuga sinn á tísku hafa byrjað mjög snemma. „Ég hef alltaf verið umkringd konum í fjölskyldunni sem voru alltaf að prjóna og sauma. Svo hef ég alltaf haft sterkar skoðanir á því í hvaða fötum ég vil vera frá því ég var lítil,“ segir Ása.

Amma Ásu í Færeyjum að kenna henni að taka upp …
Amma Ásu í Færeyjum að kenna henni að taka upp snið þegar hún var tveggja ára gömul.

Ása er með bakgrunn í kjólasaum og textíl, en hún útskrifaðist úr Tækniskólanum í Reykjavík árið 2016 og Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2018. Þaðan flutti hún til Lundúna og hóf nám í Womenswear.

„Námið hefur verið ótrúlega krefjandi en mjög lærdómsríkt. Kórónuveirufaraldurinn hafði auðvitað áhrif á námið en breytti um leið hugarfarinu mínu gagnvart tískuheiminum til hins betra. Ég fór í dýpri rannsóknarvinnu um hver mín gildi eru sem fatahönnuður,“ segir Ása.

Vefur saman fortíð, nútíð og framtíð

Í maí kynnti Ása lokalínu sína úr Central Saint Martins sem ber heitið Tales Told in Tangles, eða Sögur sagðar í flækjum. Fyrr á árinu hlaut hún skólastyrk frá Swarovski Foundation sem hjálpaði henni að láta lokalínuna verða að veruleika.

„Handverk er ótrúlega stór partur af minni fjölskyldu og ég var snemma byrjuð að prjóna og leika mér með efni og sauma. Ég vildi með línunni minni halda í þessar hefðir og búa til nýjar leiðir til þess að búa til flíkur,“ útskýrir hún.

Úr lokalínu Ásu.
Úr lokalínu Ásu. Ljósmynd/Viðar Logi

„Ég var leidd út í hið óþekkta með taktföstum hringahreyfingum þegar ég byrjaði að spinna ull sem ég fékk síðastliðið sumar frá ömmu minni og afa á Íslandi sem eru sauðfjárbændur. Ég byrjaði að mæla tímann sem byrjaði að verða áþreifanlegur í höndunum með endurteknu hreyfingunum á rokknum. Ég byrjaði að endurspegla sjálfa mig og minningar úr fjölskyldu minni með handverkinu,“ bætir Ása við.

„Með lokalínunni minni er ég að vefja aftur saman minningar um handverk fortíðarinnar, koma henni í nútíð og færa svo reynsluna inn í framtíðina í von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað. Það eru gæði í tímaleysishreyfingunum sem handverk gefur manni og ég veiti huganum og umhverfinu athygli,“ segir Ása.

Hér má sjá Ásu kemba íslenska ull.
Hér má sjá Ásu kemba íslenska ull.

Fékk hjálp frá fjölskyldu og vinum

Í línuna notaði Ása einungis gamlar flíkur eða svokallað „deadstock“ efni sem efnivið. „Ég notaði bæði „zero-waste“ vefnaðartækni, þar sem ég óf flík beint í sniðið sitt á viðarplötu, og notaði einnig eiginleika útsaumsramma til að búa til form á flík,“ útskýrir Ása, en hún segir sjálfbærni vera stóran part af sinni vinnu.

Ása segist hafa fengið mikla hjálp við gerð línunnar frá fjölskyldu sinni og vinum, enda sé handverk samvinna sem er bæði róandi og kemur fólki saman. „Amma mín í Færeyjum og frænka mín á Íslandi prjónuðu undirföt og skó. Svo komu mamma, pabbi og Kolla frænka mín til Lundúna yfir páskana til að hjálpa mér að sauma á meðan Álfrún Pálmadóttir vinkona mín prjónaði fyrir mig með ósýnilegum tvinna og Swarovski-steinum í Brussel,“ rifjar Ása upp.

„Það var ótrúlega gaman að virkja alla fjölskylduna og eiga einhverskonar baðstofu-stemningu svona á milli landa,“ bætir hún við.

Frá kynningu á lokasýningu Ásu.
Frá kynningu á lokasýningu Ásu.
Ljósmynd/Viðar Logi

„Líka reynsla að búa í París“

Á síðasta ári fór Ása í sex mánaða starfsnám hjá textíldeild tískuhússins Chanel í París. „Starfsnámsár var partur af náminu mínu, en ég sótti um hjá Chanel og fékk stöðuna. Það var mjög áhugavert að vinna í textíldeildinni þar sem Chanel er þekkt fyrir sitt klassíska „tweed“,“ segir Ása.

„Í starfsnáminu tók ég þátt í rannsóknarvinnu, gerð textíls og framleiðslu. Þetta var ógleymanleg reynsla og sérstaklega gaman að fá innsýn í svona stórt og virt tískuhús með ríka sögu. Svo var það auðvitað líka reynsla að búa í París,“ bætir hún við. 

Að sögn Ásu var ógleymanlegt að fara í starfsnám hjá …
Að sögn Ásu var ógleymanlegt að fara í starfsnám hjá Chanel í París.

„Smá París, smá Berlín“

Ása segir hönnun sína án efa endurspegla eigin stíl og persónuleika, en hún lýsir fatastílnum sínum sem blöndu af París og Berlín. Spurð hvað heilli hana í tísku í dag nefnir Ása svo fólk sem tekur áhættu í klæðaburði og er ekki að fylgja tískustraumum. 

Uppáhaldshönnuður Ásu er Alexander McQueen, enda er uppáhaldsflíkin hennar frá merkinu. „Það er Alexander McQueen ullarjakki sem ég fann í „second hand“ verslun hér í Lundúnum. Svo er ég komin með nokkrar auka uppáhaldsflíkur úr lokalínunni minni,“ útskýrir hún. 

Skór prjónaðir af ömmu hennar Ásu í Færeyjum úr handspunnri …
Skór prjónaðir af ömmu hennar Ásu í Færeyjum úr handspunnri íslenskri ull.

Uppáhaldsfylgihlutur Ásu er hins vegar frá Chanel, enda á tískuhúsið sérstakan stað í hjarta hennar. „Það er Chanel perlufesti sem ég fékk í jólagjöf frá Chanel,“ segir hún.

Það er ýmislegt spennandi framundan hjá Ásu, en hún er að skoða nokkur tækifæri sem hafa komið eftir að hún kynnti lokaverkefni sitt. „Við sjáum til hvað gerist.“

Á Instagram-reikningi hennar @asabrietbratta er hægt að sjá fleiri myndir …
Á Instagram-reikningi hennar @asabrietbratta er hægt að sjá fleiri myndir frá lokaverkefninu og ferlinu. Ljósmynd/Viðar Logi
mbl.is