Bæjarstjórar fegnir að samningar hafi náðst

Kjaraviðræður | 10. júní 2023

Bæjarstjórar fegnir að samningar hafi náðst

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segjast fegnar yfir því að kjarasamningar í deilu BSRB hafi verið undirritaðir í morgun.

Bæjarstjórar fegnir að samningar hafi náðst

Kjaraviðræður | 10. júní 2023

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar (t.v.) og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar …
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar (t.v.) og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar (t.h.). Samsett mynd

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segjast fegnar yfir því að kjarasamningar í deilu BSRB hafi verið undirritaðir í morgun.

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segjast fegnar yfir því að kjarasamningar í deilu BSRB hafi verið undirritaðir í morgun.

Starfsemi bæjarfélaganna hefur verið verulega skert vegna verkfalla félagsmanna BSRB og hafa verkfallsaðgerðir meðal annars haft áhrif á leikskólastarf, íþróttastarf, bæjarskrifstofur og almenningssamgöngur.

Gleðidagur í Mosfellsbæ

Regína segir gleðidag í Mosfellsbæ í dag og kveðst fagna því mjög að samningar hafi náðst sem allir aðilar geti sætt sig við, enda séu þetta mikilvægar stéttir.

„Þetta er náttúrulega búið að vera langt og strangt í Mosfellsbæ“ segir Regína, en Mosfellsbær er eitt þeirra sveitarfélaga þar sem fyrstu verkfallsaðgerðir tóku gildi þann 15. maí. Fjórar vikur eru því liðnar frá því að verkföll á leikskólum bæjarfélagsins hófust. 

„Þetta er búið að reyna gríðarlega mikið á börn og foreldra í Mosfellsbæ, sérstaklega vegna leikskólanna.“

Leikur í íþróttahúsinu í dag

Spurð hvort tíðindin komi á óvart segir hún þau hafa komið gleðilega á óvart, en nýlegur fréttaflutningur af samningaviðræðum hafi ekki gefið það til kynna að samningar væru í höfn strax. 

Hún kveðst spennt fyrir því að lífið í Mosfellsbæ geti snúið aftur í fyrra horf og leikskólarnir opnað á ný. Íþróttahús bæjarins verði opið í dag, en knattspyrnuleikur Aftureldingar og Vestra fer fram á gervigrasvellinum við húsið.

Mjög fegin að fólk náði að semja

Ásthildur segir áhrif verkfallsins að sjálfsögðu hafa verið víðtæk á Akureyri, en almenningssamgöngur bæjarins lágu ótímabundið niðri vegna verkfallsins. 

Hún kveðst mjög ánægð með að fá starfsfólkið aftur til starfa, þar sem ferlið hafi verið orðið of langt.

„Ég er bara mjög fegin að fólk settist niður og náði að semja,“ segir hún.

mbl.is