Reiknar fastlega með að verkfall hefjist í júní

Kjaraviðræður | 10. júní 2023

Reiknar fastlega með að verkfall hefjist í júní

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, reiknar fastlega með því að niðurstaða kosninga félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) um verkfall hjá Landsneti verði jákvæð.

Reiknar fastlega með að verkfall hefjist í júní

Kjaraviðræður | 10. júní 2023

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Raðiðnaðarsambands Íslands.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Raðiðnaðarsambands Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, reiknar fastlega með því að niðurstaða kosninga félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) um verkfall hjá Landsneti verði jákvæð.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, reiknar fastlega með því að niðurstaða kosninga félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) um verkfall hjá Landsneti verði jákvæð.

Kosning hjá félagsmönnum RSÍ sem starfa hjá Landsneti hefst þann fjórtánda júní en niðurstaða úr kosningunni mun liggja fyrir þann 21. júní. Þegar niðurstaða liggur fyrir þarf að boða verkfall með viku fyrirvara lögum samkvæmt og myndi því verkfall hefjast í fyrsta lagi 28. júní að sögn Kristjáns.

Eins og áður hefur verið greint frá slitnaði upp úr viðræðum RSÍ og Landsnets á mánudaginn á fundi hjá ríkissáttasemjara. Að sögn Kristjáns eru grunnlaun félagsmanna RSÍ hjá Landsneti mun lægri en tíðkast hjá öðrum orkufyrirtækjum.

Verkfall hafi víðtæk áhrif

Kristján ítrekar þá að verkfall félagsfólks RSÍ hjá Landsneti gæti haft víðtækar afleiðingar fyrir fyrirtæki jafnt og heimili. 

„Það er alveg augljóst að þegar að verkfall skellur á að þá má búast við því að það hafi mjög víðtæk áhrif og sérstaklega ef það koma einhverjar bilanir og þá mun þetta tefja það viðhald sem er búið að skipuleggja,“ segir hann sem bætir við að mögulega muni fólk finna fyrir einhverjum rafmagnstruflunum.

Spurður hvað felst í fyrirhuguðu verkfalli segir Kristján ekki tímabært að tjá sig um það og segir að það verði tilkynnt þegar að niðurstaða úr kosningunni liggur fyrir. 

Aðspurður segir hann að Landsnet hafi ekki sýnt neinn aukinn vilja til að semja við RSÍ eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra á mánudaginn.

mbl.is