300 fm hönnunarvilla með sjávarútsýni

Gisting | 11. júní 2023

300 fm hönnunarvilla með sjávarútsýni

Við höfnina í Funchal á Madeiraeyjum stendur glæsileg 300 fm hönnunarvilla með einkasundlaug, lúxus þakgarði og stórbrotnu sjávarútsýni. Það var innanhússhönnuðurinn Cristina Leitao Abreu sem sá um hönnunina sem einkennist af náttúrulegum tónum í bland við bláa og græna tóna.

300 fm hönnunarvilla með sjávarútsýni

Gisting | 11. júní 2023

Falleg litapalletta einkennir þessa glæsilegu hönnunarvillu.
Falleg litapalletta einkennir þessa glæsilegu hönnunarvillu. Samsett mynd

Við höfnina í Funchal á Madeiraeyjum stendur glæsileg 300 fm hönnunarvilla með einkasundlaug, lúxus þakgarði og stórbrotnu sjávarútsýni. Það var innanhússhönnuðurinn Cristina Leitao Abreu sem sá um hönnunina sem einkennist af náttúrulegum tónum í bland við bláa og græna tóna.

Við höfnina í Funchal á Madeiraeyjum stendur glæsileg 300 fm hönnunarvilla með einkasundlaug, lúxus þakgarði og stórbrotnu sjávarútsýni. Það var innanhússhönnuðurinn Cristina Leitao Abreu sem sá um hönnunina sem einkennist af náttúrulegum tónum í bland við bláa og græna tóna.

Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu alrými með stórum og nútímalegum gluggum sem ramma sjávarútsýnið inn á skemmtilegan máta. Hrá steypa á veggjum, gólfi og í lofti gefur rýminu einstakan karakter. 

Hlýlegir tónar og náttúruleg áferð er í forgrunni í innanstokksmunum og innréttingum í rýminu. Þá má sjá fjölda suðrænna planta í rýminu sem gefa því mikinn sjarma og notalega stemningu. Í eldhúsinu er sérsmíðuð innrétting og eyja með marmaraboðplötu.

Skandinavísk hönnun gerir vart við sig

Borðstofan tengir eldhúsið og stofuna, en þar má sjá einstakt borðstofuborð og klassíska skandinavíska hönnunarstóla úr smiðju Hans J. Wegner frá árinu 1949.

Í eigninni er svefnpláss fyrir allt að átta manns hverju sinni, en þar eru fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi. Hvert svefnherbergi hefur sinn sjarma og þar fær litagleðin að njóta sín. Veggirnir hafa verið kalkmálaðir í djúpum og skemmtilegum tónum sem búa til notalega stemningu. 

Eignin er til útleigu á bókunarvef Airbnb, en þar kostar nóttin 1.383 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 195 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is