Sáttagreiðslan að upphæð 105 þúsund kr., sem samkomulag náðist um á milli aðildarfélaga BSRB og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og varð til þess að ljúka kjaradeilunni aðfaranótt sl. laugardags, nær ekki til annarra viðsemjenda sveitarfélaganna.
Sáttagreiðslan að upphæð 105 þúsund kr., sem samkomulag náðist um á milli aðildarfélaga BSRB og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og varð til þess að ljúka kjaradeilunni aðfaranótt sl. laugardags, nær ekki til annarra viðsemjenda sveitarfélaganna.
Sáttagreiðslan að upphæð 105 þúsund kr., sem samkomulag náðist um á milli aðildarfélaga BSRB og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og varð til þess að ljúka kjaradeilunni aðfaranótt sl. laugardags, nær ekki til annarra viðsemjenda sveitarfélaganna.
Hún hefur engin áhrif á viðræður við aðra skv. upplýsingum Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns samninganefndar sveitarfélaganna. „Þetta er bara á milli okkar til þess að ljúka þessari deilu og á ekki við neina aðra,“ segir hún.
BSRB-félögin höfðu krafist 128 þúsund kr. eingreiðslu til að jafna laun félagsmanna sinna við laun starfsmanna í félögum innan Starfsgreinasambandsins sem gegna sambærilegum störfum.
Inga Rún segir að sveitarfélögin hafi ekki orðið við þessari kröfu BSRB „heldur var gerð sátt á milli aðila um sáttagreiðslu til þess að leggja niður þessa deilu“, segir Inga Rún.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.