Sátt var náð í kjaraviðræðum Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og ríkisins í morgun. Þetta staðfestir Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, sem hefur nú skrifað undir nýja kjarasamninga og samkomulag um leiðréttingu á launamismun.
Sátt var náð í kjaraviðræðum Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og ríkisins í morgun. Þetta staðfestir Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, sem hefur nú skrifað undir nýja kjarasamninga og samkomulag um leiðréttingu á launamismun.
Sátt var náð í kjaraviðræðum Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og ríkisins í morgun. Þetta staðfestir Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, sem hefur nú skrifað undir nýja kjarasamninga og samkomulag um leiðréttingu á launamismun.
„Við erum búin að komast að samkomulagi,“ segir Vilhjálmur í samtali við mbl.is. Helsta ágreiningsefnið í deilunni snerist um að félagar SGS fengju ekki sömu laun og félagar annarra stéttarfélaga fyrir sömu störf og sömu starfsheiti og krafðist SGS leiðréttingar á þeim mismun og vísaði kjaradeilunni til sáttasemjara um mánaðamótin.
„Núna hefur samninganefnd ríkisins, fyrir hönd fjármálaráðherra, samþykkt að verða við því,“ segir Vilhjálmur. „Það er misjafnt hver launamunurinn er en við ætlum að fara núna í vinnu við að greina hann og hann verður leiðréttur aftur í tímann til 1. apríl.“
„Við erum að skrifa undir nýjan kjarasamning en jafnframt sammælumst við um það að skoða þar sem launamunur er á milli og að hann verði leiðréttur,“ segir hann en útskýrir að sú vinna gæti tekið einhvern tíma.
Hann bætir við að launamunurinn sem um ræðir sé mest áberandi á heilbrigðisstofnunum. Þar séu félagsmenn SGS t.d. í ræstingarstörfum og umönnunarstörfum. Vilhjálmur hefur áður sagt að það geti verið hátt í 20 þúsund króna munur á mánaðarlaunum vegna þessa mismunar.
Vilhjálmur fagnar því að hafa náð samkomulagi og segir það vera ánægjulegt að ná þessari niðurstöðu án þess að stéttarfélagið hafi þurft að grípa til aðgerða.