Einfalda umgjörð um byggingariðnað

Húsnæðismarkaðurinn | 4. júlí 2023

Einfalda umgjörð um byggingariðnað

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað stýrihóp um breytingar á byggingarreglugerð til loka árs 2024.

Einfalda umgjörð um byggingariðnað

Húsnæðismarkaðurinn | 4. júlí 2023

Stýrihópur um breytingar á byggingarreglugerð.
Stýrihópur um breytingar á byggingarreglugerð. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað stýrihóp um breytingar á byggingarreglugerð til loka árs 2024.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað stýrihóp um breytingar á byggingarreglugerð til loka árs 2024.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu.

Stýrihópurinn á að vinna tillögur um gagngerar breytingar á regluverkinu og einfalda umgjörð um byggingariðnað í því skyni að lækka byggingarkostnað og leggja grunn að stöðugleika á húsnæðismarkaði, að því er segir í tilkynningunni.

Hópurinn á að skila ráðherra tillögum að úrbótum haustið 2024.

Hópurinn er skipaður eftirtöldum:

  • Ingveldur Sæmundsdóttir (formaður), innviðaráðuneyti
  • Björn Karlsson, innviðaráðuneyti
  • Hermann Jónasson, HMS
  • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, HMS
  • Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Sigurður Hannesson, Samtök iðnaðarins

Með hópnum starfar Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, lögfræðingur hjá HMS.

mbl.is