„Ég segi ekki já og amen við allt og alla“

Framakonur | 8. júlí 2023

„Ég segi ekki já og amen við allt og alla“

Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir er 34 ára markaðsstjóri hjá fjártæknifyrirtækinu YAY. Hún er í sambúð með Hannesi Gunnarssyni og á stjúpson sem heitir Erik sem er næstum því 9 ára. Hún starfaði áður í lúxus-ferðabransanum en fann sig ekki í því að skipuleggja ferðir þar sem allt þurfti að vera best og flottast. Eftir þrotlausa vinnu fyrir forríka fólkið  var komin á bólakaf í vinnu fyrir ferðaskrifstofu þar sem hún skipulagði ferðir fyrir milljarðamæringa þar sem allt þurfti að vera best og flottast. Eftir að hafa loksins komist í frí sá hún að þetta var ekki það sem hún vildi gera í lífinu og skipti um gír. 

„Ég segi ekki já og amen við allt og alla“

Framakonur | 8. júlí 2023

Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir markaðsstjóri.
Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir markaðsstjóri.

Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir er 34 ára markaðsstjóri hjá fjártæknifyrirtækinu YAY. Hún er í sambúð með Hannesi Gunnarssyni og á stjúpson sem heitir Erik sem er næstum því 9 ára. Hún starfaði áður í lúxus-ferðabransanum en fann sig ekki í því að skipuleggja ferðir þar sem allt þurfti að vera best og flottast. Eftir þrotlausa vinnu fyrir forríka fólkið  var komin á bólakaf í vinnu fyrir ferðaskrifstofu þar sem hún skipulagði ferðir fyrir milljarðamæringa þar sem allt þurfti að vera best og flottast. Eftir að hafa loksins komist í frí sá hún að þetta var ekki það sem hún vildi gera í lífinu og skipti um gír. 

Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir er 34 ára markaðsstjóri hjá fjártæknifyrirtækinu YAY. Hún er í sambúð með Hannesi Gunnarssyni og á stjúpson sem heitir Erik sem er næstum því 9 ára. Hún starfaði áður í lúxus-ferðabransanum en fann sig ekki í því að skipuleggja ferðir þar sem allt þurfti að vera best og flottast. Eftir þrotlausa vinnu fyrir forríka fólkið  var komin á bólakaf í vinnu fyrir ferðaskrifstofu þar sem hún skipulagði ferðir fyrir milljarðamæringa þar sem allt þurfti að vera best og flottast. Eftir að hafa loksins komist í frí sá hún að þetta var ekki það sem hún vildi gera í lífinu og skipti um gír. 

Hvernig komstu þangað sem þú ert í dag?

„Leiðin mín hefur yfirleitt verið heldur tilviljanakennd. Ég hef alltaf stefnt að því að vinna við fjölmiðla eða markaðsmál frá því ég var lítil en afvegaleiddist nokkrum sinnum og var til dæmis í rúm 5 ár í ferðaþjónustunni. Held það sé vegna þess að ég kann vel við að koma að uppbyggingu og vexti, þannig ferðaþjónustan lá vel við. Ég passaði mig þó á því að hafa alltaf smá markaðsmál með hvert sem ég fór.

Ég átti erfitt með að velja mér hillu í þessum fræðum svo ég lærði bara sitt lítið af hverju, fjölmiðlafræði, útvarps- og sjónvarpstæknina, prentsmíði og markaðsfræði. Markmiðin voru alltaf að búa til eitthvað sem myndi sjást „alls staðar“ og fólk myndi þekkja, og það hefur tekist nokkrum sinnum,“ segir Sigríður. 

Sigríður og Hannes á góðri stundu.
Sigríður og Hannes á góðri stundu.

Út á hvað gengur starfið?

„Ég er markaðsstjóri hjá YAY en það gengur út á gjafabréfa kerfi, en við rekum YAY appið og yay.is vefsíðuna. Þar er fyrirtækjaþjónustuna okkar mjög vinsæl. Starfið mitt er mjög fjölbreytt enda er YAY í miklum vexti. Við erum rétt orðin 3 ára og erum að opna erlendis, til dæmis í Kanada núna í sumar.
Mitt starf felst því bæði í því að auglýsa YAY til kaupenda á innanlandsmarkaði, passa að við höfum frábært úrval af samstarfsaðilum sem taka á móti gjafabréfum og efla notenda hópinn okkar innanlands. En einnig að þjónusta sérleyfishafana okkar erlendis, koma YAY sem víðast og passa upp á vörumerkið.“

Hverjar voru helstu áskoranirnar á leiðinni?

„Mín helsta áskorun var að læra að það má skipta um skoðun og gera eitthvað annað. Um leið og ég lærði það þá hætti ég í ferðaþjónustunni, tók mér frí í fyrsta skipti á mínum starfsferli og hugsaði hvað það væri sem mig langaði í alvörunni að nýta tímann í að gera.

Ég var komin í lúxus ferðabransann, þar sem allt snérist um lúxusbíla, þyrlur og einkaþotur, kokka og að hafa allt upp á 100. Allt mjög spennandi, hratt og yfirdrifið. En ég ætlaði aldrei að fara þangað, ætlaði ekkert að vera skipuleggja frí fyrir milljarðamæringa og Hollywood-stjörnur. Ég ætlaði að skapa eitthvað og byggja upp vörumerki, fyrirtæki eða vörur. Svo einn daginn hætti ég bara. Það var áskorun en ég mæli með fyrir alla að stoppa og leyfa sér að skipta um skoðun. Næsta áskorun var svo að taka ekki bara næsta tilboði eða sækja um bara eitthvað starf – heldur virkilega vanda valið og vita hvert ég vildi stefna næst,“ segir hún. 

Ljósmynd/Anton Brink

Hvað skiptir máli að hafa í huga ef fólk ætlar að ná langt á vinnumarkaði?

„Að vera trú sjálfri sér og sínu markmiði. Mér finnst vera svo algengt að allir haldi að þeir þurfi að vera með mjög háleit markmið, verða stjórinn eða eitthvað álíka og ekkert annað sé nógu gott. Markmið geta verið alls konar og það að ná langt fyrir einn er ekki endilega það sama og fyrir næsta og það má alveg. Til þess að ná langt þá þarf að gera betur í dag en í gær, stefna lengra með sitt verk og læra af mistökum jafnt og sigrum,“ segir Sigríður. 

Það þyrftu allir að prófa að vinna í símaveri

Hvernig var þinn ferill?

„Minn ferill hófst í símaveri Vodafone fyrir all mörgum árum síðan. Ég sótti um í Vodafone á meðan ég var í háskólanum að læra fjölmiðlafræði, þá nýbúin með prentsmíðina og ætlaði að byrja þar í símaverinu og vinna mig svo upp. Ég var þar í þrjú ár og eignaðist þar hafsjó af góðum vinum, sem eru vinir, viðskiptavinir og kollegar í dag. Þar lærði ég alla mína þolinmæði, það er eitthvað sem ég mæli með fyrir alla, að vinna á einhverjum tímapunkti í símaveri. Það var afar lærdómsríkt. Þaðan fór ég svo í ferðaþjónustuna, til Kynnisferða – Reykjavik Excursions. Ég held ég hafi talið einhvern tímann að ég hafi sinnt um það bil 7 mismunandi störfum þar yfir nokkurra ára tímabil. Ég kom inn á hárréttum tíma til að taka þátt í vextinum og umbreytingunni á íslensku ferðaþjónustunni og lærði helling sem ég mun búa að allan minn starfsferil.

Þar kynnist ég líka dýrmætum hópi fólks, meðal annars núverandi yfirmanni mínum, Ara Steinarssyni, einum af eigendum og stofnendum YAY. Hann gaf mér tækifæri til að láta til mín taka í markaðsmálunum hjá Kynnisferðum af fullri alvöru og við sáum fljótt að við vorum gott teymi. Hann heyrði svo í mér þegar ég var í fríinu mínu góða og bað mig um hjálp, sem átti bara að vera í mesta lagi í þrjá mánuði. Þar sem þetta var nú bara tímabundið og ég alltaf spennt fyrir að taka þátt í einhverju nýju og spennandi þá stökk ég til en nú eru komin 3 ár. Ég er búin að móta starfið í takt við vöxtinn, sem er afar spennandi og skemmtilegt. Hann hefur kennt mér að það er að það er bannað að vera lítil í sér, sem hefur hjálpað mér heilmikið þegar mér finnst ég ekki vera með allt uppá 10. Maður getur allt og lærir á leiðinni.“

Fjölskyldan saman á fjalli.
Fjölskyldan saman á fjalli.

Fannst þér þú uppskera á einhverjum tímapunkti að þú værir búin að ná markmiðum þínum?

„Já, ég hef oft náð markmiðum mínum og það er nauðsynlegt að setja sér markmið, bæði pínu lítil og risa stór. Þegar ég byrjaði í námi þá átti ég svo risastór markmið sem mér þótti afar fjarstæðukennd en ég hef náð þeim öllum. Ég er með stór markmið núna sem mér finnst heldur fjarstæðukennd, en ég stefni að þeim samt og nýt ferðalagsins.“

Hvað gefur vinnan þér?

„Ég elska vinnuna mína. Hún gefur mér frelsi til að láta hugmyndir verða að veruleika og sjá árangur af erfiðinu. Svo er teymið okkar líka svo skemmtilegt að það kemur aldrei sá dagur sem ég nenni ekki að mæta í vinnuna. Við erum bara sjö á skrifstofunni og teymið mjög þétt og vel sett saman.“

Hef­ur þú átt það til að of­keyra þig, og ef svo er, hvernig hef­ur þú brugðist við því?

„Ég hef átt það til en ég geri það ekki lengur. Ég lærði harkalega af reynslunni fyrir nokkrum árum síðan. Þá brást ég ekki rétt við. Ég hunsaði skilaboðin frá líkamanum og hann refsaði mér fyrir það. Ég var lengi að ná mér en ég lærði af þessu og set bæði sjálfri mér og öðrum mörk, umvef mig góðu og jákvæðu fólki og hika ekki við að biðja um aðstoð ef ég þarf. Ég hef heyrt að sumum finnst ég orðin smá köld því ég segi ekki já og amen við allt og alla. En mér er alveg sama. Mér hefur aldrei liðið betur og aldrei áorkað meira en núna. Mæli með.“

Fjölskyldan ætlar að ferðast um Ísland í júlí.
Fjölskyldan ætlar að ferðast um Ísland í júlí.

Finnst þér kon­ur þurfa að hafa meira fyr­ir því að vera ráðnar stjórn­end­ur í fyr­ir­tækj­um en karl­menn?

„Nei. Ég hef ekki orðið vör við það. Ég er í stjórn FKA Framtíðar og þar leggjum við mikla áherslu á að konur geti allt og ekkert kemur upp í hendurnar á þér. Þú þarft að biðja um það og ekki vera hrædd við höfnun. Það versta sem getur gerst er að þú færð nei.“

Áttu þér ein­hverja kven­fyr­ir­mynd?

„Ég lít upp til fólks sem fer sínar eigin leiðir og lætur ekkert stoppa sig, sama af hvaða kyni viðkomandi er. Ég á mér vissulega margar góðar fyrirmyndir í FKA og stelpurnar sem eru með mér í stjórn eru eins og heimsins besta klappstýrulið. Það er gefandi og frískandi að tilheyra hópi kvenna sem gera ekkert nema upphefja, styðja og styrkja hvor aðra.“

Ertu með hug­mynd um hvernig er hægt að út­rýma launamun kynj­anna fyr­ir fullt og allt?

„Ég hreinlega skil ekki þennan launamun kynjanna. Hvað er svona flókið í alvöru? Sömu laun fyrir sömu vinnu, sömu menntun eða sömu reynslu. Óháð því hvort þú pissar sitjandi eða ekki.“

Hvernig skipu­legg­ur þú dag­inn?

„Dagarnir mínir eru alls konar. Stundum vinn ég heima ef verkefnin eru þess eðlis en annars fer ég á skrifstofuna okkar í Grósku. Stjúpsonur minn er heima aðra hvora viku og þær vikur passa ég að hafa ekkert á dagskrá eftir skóla svo við getum notið tímans saman. Svo er skipulagið alltaf þannig að það borða allir saman og ég elska að hafa góðan tíma til að elda kvöldmatinn. Vinnuskipulagið er líka mjög fjölbreytt og ég reyni að vinna vel fram í tímann og nýti vinnudaginn vel, segir hún. 

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

„Maðurinn minn er morgunhress, vaknar snemma, kemur stráknum okkar á fætur, brasar allskonar heima og fær sér morgunmat. Ég steinsef eins lengi og ég kemst upp með, tek símann og skoða hvað er framundan í dag, klæði mig og fer út. Ég er hrikalega stolt af færni minni við að gera mig til á nokkrum mínútum og þakklát manninum mínum fyrir að sjá um morgunverkin og fyrir að setja einhvern mat í töskuna mína, annars myndi ég gleyma að borða allan daginn.“

Nærðu að vinna bara átta stunda vinnu­dag eða teyg­ist vinnu­dag­ur­inn fram á kvöld?

„Snilldin við að vinna hjá litlu nýju fyrirtæki og koma að því að móta vinnustaðamenninguna er sú að við getum byggt fyrirtækið upp eins og við viljum. Við erum öll fjölskyldufólk og virðum hefðbundin vinnutíma. Við erum alltaf til taks frá níu til fimm og ég skipulegg mig þannig að koma öllu sem þarf að gera fyrir á þeim tíma. En það er nú þannig að þeir sem eru í skapandi störfum eins og ég geta ekki forritað sig þannig að fá bara hugmyndir eða sköpunarkraft á skrifstofutíma. Þannig oft gríp ég símann eða skissubókina og krota eitthvað, sem ég skoða svo betur þegar ég fer að vinna næsta dag. Þetta snýst um að teymið treysti hvort öðru til að vinna hratt og vel að sömu markmiðum og að „work smart, not hard“.“

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að gera utan vinnu­tíma?

„Ég elska að grilla eða horfa á grillþætti eða matreiðsluþætti. Ég grilla mjög mikið og þeir sem fylgja mér á Instagram fara ekki varhluta af því. Þar fyrir utan þá finnst mér skemmtilegt að halda veislur, matarboð, hitta vini og fara í sveitina. Það er ekkert betra en sveitaloftið og heiti potturinn. Stundum tökum við veiðidótið með, ég ætla einhvern tímann að verða afburða veiðimaður, en sá dagur kemur einn daginn. Ég er allavega mjög góð í að bleyta flugurnar mínar.“

Hvað ætl­ar þú að gera í sum­ar­frí­inu?

„Ég stakk af úr kuldanum til Spánar í júní. Það var mjög kærkomið. Það er dásamlegt að sitja á spænskum vínbar og spjalla við heimamenn um uppskeruna, fá sér serrano skinku og osta beint frá býli og fara þess á milli í sólbað. Svo förum við litla fjölskyldan í frí saman í júlí og ætlum að skoða landið, brasa í bústaðnum og vonandi getum við grillað saman í sólinni á pallinum sem oftast.“

mbl.is