Draumurinn að rætast

Heilsurækt | 9. júlí 2023

Draumurinn að rætast

Victor Guðmundsson heldur mörgum boltum á lofti í einu. Hann er ekki bara læknir heldur gerir það einnig gott á tónlistarsviðinu. Til þess að ná öllum markmiðum sínum hugsar hann vel um heilsuna en hann segir heilsu ekki bara snúast um að hreyfa sig. Hann er að uppskera um þessar mundir og ferð til Kína er á döfinni.

Draumurinn að rætast

Heilsurækt | 9. júlí 2023

Victor Guðmundsson kann vel við sig í rauðu úlpunni.
Victor Guðmundsson kann vel við sig í rauðu úlpunni. Ljósmynd/@jonfromiceland

Victor Guðmundsson heldur mörgum boltum á lofti í einu. Hann er ekki bara læknir heldur gerir það einnig gott á tónlistarsviðinu. Til þess að ná öllum markmiðum sínum hugsar hann vel um heilsuna en hann segir heilsu ekki bara snúast um að hreyfa sig. Hann er að uppskera um þessar mundir og ferð til Kína er á döfinni.

Victor Guðmundsson heldur mörgum boltum á lofti í einu. Hann er ekki bara læknir heldur gerir það einnig gott á tónlistarsviðinu. Til þess að ná öllum markmiðum sínum hugsar hann vel um heilsuna en hann segir heilsu ekki bara snúast um að hreyfa sig. Hann er að uppskera um þessar mundir og ferð til Kína er á döfinni.

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Hafragraut, egg og banana.“

Hafragrautur með banana er klassík.
Hafragrautur með banana er klassík. Ljósmynd/Unslpash.com/Yente Van Eynde

Hvernig hugsar þú um heilsuna?

„Ég hugsa um heilsuna eins og stól með fjóra fætur: andleg heilsa, hreyfing, næring og svefn. Mikilvægt að halda jafnvægi á öllum fjórum fótum stólsins.“

Áttu þér uppáhaldsborg?

„Búdapest í Ungverjalandi, en þar kynntist ég Dagbjörtu og ferðaðist oft þangað þegar ég bjó í Slóvakíu þar sem ég lærði læknisfræði.“

Búdapest.
Búdapest. AFP

Hvert dreymir þig um að fara í frí?

„Mig hefur alltaf dreymt um að fara til Asíu en sá draumur er að verða að veruleika þar sem mér er boðið til Kína eftir útgáfuna á nýju lagi sem ég gerði fyrir geimdaginn í Kína. Mjög spenntur fyrir því.“

Snjallúrið er aldrei langt undan.
Snjallúrið er aldrei langt undan.

Hvaða tónlist ertu að hlusta á núna?

„Fred Again. Frábær tónlistarmaður sem ég mæli með að allir skoði og fylgist með.“

Á hvað ertu að horfa?

„Ég hef aðallega verið að horfa á íslenskt sjónvarp undanfarið, en Afturelding og Tvíburar með Ragnhildi Steinunni eru magnaðir þættir.“

Victor er ánæður með þættina Tvíbura.
Victor er ánæður með þættina Tvíbura.

Hvaða bók er á náttborðinu?

„Atomic Habits með James Clear. Algjör lykill að vera með góðar venjur í lífinu til að ná árangri.“

Ljósmynd/Aðsend

Hvað gerir þú um helgar eða þegar þú átt frí?

„Ef ég er ekki að gigga eða í ræktinni, þá er ég annað hvort í stúdíói að gera tónlist eða með fjölskyldunni.“

Hvaða hlut notar þú oftast?

„Ég nota Apple-snjallúrið mitt daglega til að fylgjast með æfingum sem ég tek, bæði í ræktinni og sundi.“

Atomic Habits fjallar um góðar venjur.
Atomic Habits fjallar um góðar venjur.

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Rauða 66°Norður dúnúlpan mín.“

Hvaða óþarfa keyptir þú síðast?

„Þetta er kannski ekki óþarfi, en ég keypti mér nýja hlustunarpípu fyrir læknastarfið. Ég fékk svo aðra í afmælisgjöf fyrir stuttu, svo ég auglýsi hér með glæsilega hlustunarpípu til sölu fyrir kollega.“

Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í sumar?

„Ég verð að spila mikið, bæði hér heima og erlendis, en svo er ég líka að gefa út nýja tónlist sem ég er mjög spenntur að leyfa öllum að heyra.“

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is