Merkingin á bak við síendurtekna drauma

Andleg heilsa | 11. júlí 2023

Merkingin á bak við endurtekna drauma

Endurteknir draumar eru ekki dæmigerðar martraðir, sem gerast venjulega einu sinni, en hafa þó tilhneigingu til að vera neikvæðir og það getur tekið smá vinnu að sigrast á þeim. Endurteknir draumar eru líklegri til að snúast um mjög djúpstæða lífsreynslu eða vandamál sem tengjast þér persónulega, frekar en að snúast um einstaka atburði.

Merkingin á bak við endurtekna drauma

Andleg heilsa | 11. júlí 2023

Unsplash/Shane

Endurteknir draumar eru ekki dæmigerðar martraðir, sem gerast venjulega einu sinni, en hafa þó tilhneigingu til að vera neikvæðir og það getur tekið smá vinnu að sigrast á þeim. Endurteknir draumar eru líklegri til að snúast um mjög djúpstæða lífsreynslu eða vandamál sem tengjast þér persónulega, frekar en að snúast um einstaka atburði.

Endurteknir draumar eru ekki dæmigerðar martraðir, sem gerast venjulega einu sinni, en hafa þó tilhneigingu til að vera neikvæðir og það getur tekið smá vinnu að sigrast á þeim. Endurteknir draumar eru líklegri til að snúast um mjög djúpstæða lífsreynslu eða vandamál sem tengjast þér persónulega, frekar en að snúast um einstaka atburði.

Endurteknir draumar gætu verið þeir sömu í hvert skipti eða þeir endurgert sömu atburðarrás eða áhyggjur. Erfitt er þó að meta hversu algengir þeir eru vegna þess að þeir eiga sér ekki stað hjá flestum. Svarið við endurteknum draumum er að finna út hvað það sé sem veldur þeim, þá ættir þú að geta stöðvað þá.

Merkingin á bak við endurtekna drauma

Fyrir suma endurtekna drauma eru skilaboðin einföld, ef þig dreymir ítrekað að mæta of seint í skóla eða til vinnu finnur þú eflaust fyrir kvíða yfir því að hafa ekki undirbúið þig nóg. Aðrir draumar búa kannski ekki yfir alhliða merkingu og krefjast þess að þú farir í smá naflaskoðun.

Önnur algeng þemu endurtekinna drauma eru meðal annars félagsleg vandræði, tilfinningar um vanhæfi þitt í samanburði við aðra eða hættu í formi bílslysa eða náttúruhamfara. Suma dreymir drauma sem snúast um prófkvíða, jafnvel þótt viðkomandi hafi ekki verið í skóla í mörg ár. Það getur endurspeglað almennan ótta við að mistakast eða óttann við að vera dæmdur af þeim sem eru í hærri stöðu en þú. Draumar um tannmissi eða skemmdir gætu tengst því að missa eitthvað annað í lífi þínu, vonleysi, varnarleysi eða heilsufarsáhyggjur.

Þegar þig dreymir endurtekna drauma skaltu spyrja sjálfan þig hver skilaboðin gætu verið. Hvert er samband þitt við hlutina eða fólkið í draumnum? Hver er ótti þinn varðandi þá hluti? Hverju hefur þú eiginlega áhyggjur af? Fólk með áfallastreituröskun eða kvíða er líklegra til að dreyma endurtekna drauma, sérstaklega drauma með kvíðayfirbragði. Sumir endurteknir draumar geta tengst líkamlegum einkennum. Fólk með kæfisvefn gæti til dæmis dreymt að það væri að drukkna eða kafna. Einnig geta ýmsir umhverfisþættir haft áhrif á draumana, eins og pípandi þjófavarnarkerfi í nágrenninu eða krani sem lekur úr.

Hvernig á að takast á við draumana

Þegar þú ert kominn með tilfinningu fyrir því hverjar áhyggjur þínar eru getur það verið gagnlegt að skrifa um þær fyrir svefninn til að draga úr neikvæðum endurteknum draumum og streitu almennt. Hægt er að vinna úr áhyggjunum með þriggja dálka aðferð sem notuð er í hugrænni atferlismeðferð: Hver er sjálfvirk hugsun þín? Hver er sjálfvirk tilfinning þín? Að lokum, hver er valhugsun þín byggð á raunveruleikanum?

Draumaæfingarmeðferð getur verið árangursrík fyrir bæði endurtekna drauma og martraðir. Þessi nálgun felur í sér að skrifa niður ítarlega frásagnarhætti draumsins og endurskrifa hann svo hann endi á jákvæðan hátt. Rétt áður en þú sofnar ásetur þú þér að dreyma drauminn aftur, en nú með jákvæðri niðurstöðu.

Ef endurteknir draumar þínir valda þér mikilli streitu og óhamingju, valda öðrum einkennum eða skerða getu þína til að sinna daglegri rútínu, þá er kominn tími til að leita hjálpar fagaðila.

CNN

mbl.is