Sökuð um að kynda undir óhollum lífsháttum

Líkamsvirðing | 13. júlí 2023

Sökuð um að kynda undir óhollum lífsháttum

Laura Adlington, sem gerði garðinn frægan í raunveruleikaþættinum The Great British Bake Off, segist reglulega verða fyrir barðinu á nettröllum sem segja hana „hvetja til óheilbrigðari lífsstíls og kynda undir óholla lífshætti“ en það gerist í hvert sinn sem hún birtir myndir af sér. Adlington er ung og glæsileg kona í yfirstærð. 

Sökuð um að kynda undir óhollum lífsháttum

Líkamsvirðing | 13. júlí 2023

Adlington er stórglæsileg kona.
Adlington er stórglæsileg kona. Samsett mynd

Laura Adlington, sem gerði garðinn frægan í raunveruleikaþættinum The Great British Bake Off, segist reglulega verða fyrir barðinu á nettröllum sem segja hana „hvetja til óheilbrigðari lífsstíls og kynda undir óholla lífshætti“ en það gerist í hvert sinn sem hún birtir myndir af sér. Adlington er ung og glæsileg kona í yfirstærð. 

Laura Adlington, sem gerði garðinn frægan í raunveruleikaþættinum The Great British Bake Off, segist reglulega verða fyrir barðinu á nettröllum sem segja hana „hvetja til óheilbrigðari lífsstíls og kynda undir óholla lífshætti“ en það gerist í hvert sinn sem hún birtir myndir af sér. Adlington er ung og glæsileg kona í yfirstærð. 

Hin 33 ára gamla Adlington, sem flaug inn í úrslitaþátt bökunarseríunnar árið 2020 eftir að hafa töfrað fram ljúffengar kræsingar, segir samfélagsmiðla hafa haft skaðleg áhrif á andlega heilsu hennar eftir stöðugar niðrandi athugasemdir um holdafar hennar. Bökunarstjarnan birtir reglulega myndir af sér á baðfötunum enda sátt í eigin skinni. 

Adlington leggur sig alla fram við að efla jákvætt viðhorf til líkama síns og hvetur aðra til hins sama, en hún viðurkennir að þrátt fyrir jákvæð viðbrögð flestra fylgjenda sinna þá sé yfirgangur og ókurteisi nettröllanna það sem situr eftir. „Það er erfitt að heyra frá ókunnugum á internetinu að ég sé klappstýra fyrir ofþyngd,“ sagði hún í hlaðvarpsþættinum Go Love Yourself sem hún stjórnar ásamt áhrifavaldinum Lauren Smith. 

Eftir að Adlington lauk keppni í The Great British Bake Off sagðist hún hafa fengið ótal skilaboð á samfélagsmiðlum frá konum sem sögðu það virkilega ánægjulegt og hressandi að sjá hæfileikaríka og klára konu í yfirstærð á sjónvarpsskjánum.

mbl.is