Þetta eru dýrustu einbýlishúsin í Garðabæ

Heimili | 16. júlí 2023

Þetta eru dýrustu einbýlishúsin í Garðabæ

Á fast­eigna­vef mbl.is er að finna úrval af fallegum einbýlishúsum í Garðabæ. Þegar kem­ur að verði kosta einbýlishúsin allt frá 98 milljónum upp í 279 milljónir. Hvað varðar stærð eru einbýlishúsin frá 150 fm upp í 398 fm. 

Þetta eru dýrustu einbýlishúsin í Garðabæ

Heimili | 16. júlí 2023

Á listanum eru glæsileg einbýlishús sem mörg hver eru með …
Á listanum eru glæsileg einbýlishús sem mörg hver eru með aukaíbúð. Samsett mynd

Á fast­eigna­vef mbl.is er að finna úrval af fallegum einbýlishúsum í Garðabæ. Þegar kem­ur að verði kosta einbýlishúsin allt frá 98 milljónum upp í 279 milljónir. Hvað varðar stærð eru einbýlishúsin frá 150 fm upp í 398 fm. 

Á fast­eigna­vef mbl.is er að finna úrval af fallegum einbýlishúsum í Garðabæ. Þegar kem­ur að verði kosta einbýlishúsin allt frá 98 milljónum upp í 279 milljónir. Hvað varðar stærð eru einbýlishúsin frá 150 fm upp í 398 fm. 

Smart­land tók sam­an fimm dýr­ustu einbýlishúsin í Garðabæ.

Blikanes 24

Á Arnarnesinu er til sölu fallegt einbýlishús, tæplega 400 fm að stærð, sem stendur á stórri hornlóð með fallegu útsýni og góðum suðurgarði. Húsið skiptist í sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi, ásamt fjórum samliggjandi stofum, rúmgóðu holi, eldhúsi með borðkrók, þvottahúsi og búri. Sérhannaður arinn úr Drápuhlíðargrjóti prýðir eina stofuna. Húsið er á tveimur hæðum og fylgir neðri hæðinni sérinngangur svo það væri auðvelt að gera hana að séríbúð. 

Ásett verð er 279 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Blikanes 24

Blikanes 24.
Blikanes 24. Samsett mynd

Keldugata 11

Í Urriðaholti má finna glæsilegt einbýlishús teiknað og hannað af Pálmari Kristmundssyni arkitekt og veitti Rut Káradóttir ráðgjöf með innanhúshönnun. Húsið er 324 fm að stærð og samanstendur af fimm svefnherbergjum og þremur baðherbergjum og stendur á tveimur hæðum. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar úr reyktri eik og er mikið skápapláss í öllu húsinu. Úr hjónasvítunni á neðri hæðinni er útgengt út á pall þar sem má finna niðurfelldan heitan pott.

Ásett verð er 245 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Keldugata 11

Keldugata 11.
Keldugata 11. Samsett mynd

Hegranes 33

Á Arnarnesinu má finna fallegt 377 fm einbýlishús til sölu með tvöföldum bílskúr og tveimur aukaíbúðum. Húsið samanstendur af sex svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum í heildina og stendur á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er aðalíbúðin og neðri hæðin samanstendur af tveimur aukaíbúðunum, önnur þeirra er með sérinngangi.

Ásett verð er 239 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hegranes 33

Hegranes 33.
Hegranes 33. Samsett mynd

Hofslundur 3

Í hjarta Garðabæjar má finna þetta mikið endurnýjaða og fallega einbýlishús. Húsið er skráð 186 fm og skiptist í þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi, ásamt stofu, eldhúsi, sjónvarpsholi, anddyri og bílskúr. Bílskúrinn er í dag nýttur sem afþreyingarherbergi en möguleiki er á að breyta honum í séríbúð. Berglind Berndsen sá um innanhúshönnun þegar húsið var endurnýjað. Húsinu fylgir fallegur garður sem hannaður var af Brynhildi Sólveigsdóttur, sem hannaði einnig útlitið á húsinu.

Ásett verð er 199,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hofslundur 3

Hofslundur 3.
Hofslundur 3. Samsett mynd

Blikanes 12

Í suðurhlíðinni á Arnarnesinu má finna þetta glæsilega einbýlishús á einni hæð til sölu. Húsið er skráð 251,4 fm að stærð og skiptist í þrjú svefnherbergi, þar af eina hjónasvítu, og tvö baðherbergi. Húsið hefur verið þó nokkuð endurnýjað og samkvæmt upprunalegri teikningu voru svefnherbergin fimm. Húsinu fylgir stór og rúmgóður garður, ásamt stórri verönd með heitum potti. Húsið stendur á mjög eftirsóttum stað á Arnarnesinu.

Ásett verð er 198 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Blikanes 12

Blikanes 12.
Blikanes 12. Samsett mynd
mbl.is