Nýverið opnaði danska hönnunarfyrirtækið Vipp glæsilegt 200 fm gistiheimili á tveimur hæðum í hjarta Andorra-fjallahéraðsins. Þetta er sjöunda gistiheimilið sem Vipp opnar en það fyrsta utan Skandinavíu.
Nýverið opnaði danska hönnunarfyrirtækið Vipp glæsilegt 200 fm gistiheimili á tveimur hæðum í hjarta Andorra-fjallahéraðsins. Þetta er sjöunda gistiheimilið sem Vipp opnar en það fyrsta utan Skandinavíu.
Nýverið opnaði danska hönnunarfyrirtækið Vipp glæsilegt 200 fm gistiheimili á tveimur hæðum í hjarta Andorra-fjallahéraðsins. Þetta er sjöunda gistiheimilið sem Vipp opnar en það fyrsta utan Skandinavíu.
Holger Nielsen stofnaði Vipp árið 1939 þegar hann hannaði hina frægu ruslatunnu fyrir hárgreiðslustofu eiginkonu sinnar. Í dag er fyrirtækið rekið af dóttur Nielsens, Jette Egelund, og börnunum hennar tveimur. Vöruúrval fyrirtækisins hefur aukist töluvert frá því fyrsta ruslatunnan leit dagsins ljós, en vörurnar frá Vipp fást meðal annars í verslunum Epal hér á Íslandi.
Gistiheimilið er í gamalli steinbyggingu sem hefur hlotið allsherjar yfirhalningu og einkennist nú af einstakri fagurfræði og klassískri skandinavískri hönnun. Náttúruleg áferð og litatónar eru í forgrunni í íbúðinni. Þar að auki eru mjúkar ávalar línur áberandi í húsgögnum sem skapa notalega stemningu.
Frá húsinu er guðdómlegt útsýni yfir miðbæinn, dali og himinháa tinda sem liggja á milli Frakklands og Spánar, en gistiheimilið ætti að falla vel í kramið hjá hönnunar- og arkitektúrsunnendum í leit að töfrandi upplifun í Pýreneafjöllunum.