Rannsóknir hafa endurtekið sannað hve mikilvægur góður nætursvefn er fyrir heilsuna. Sérfræðingar mæla með því að fullorðnir fái að lágmarki sjö klukkustunda svefn á hverri nóttu. Hins vegar hefur nýleg rannsókn leitt í ljós að staðsetning þín geti skipt sköpum og birtist nýverið listi yfir 10 bestu borgir heims fyrir góðan nætursvefn.
Rannsóknir hafa endurtekið sannað hve mikilvægur góður nætursvefn er fyrir heilsuna. Sérfræðingar mæla með því að fullorðnir fái að lágmarki sjö klukkustunda svefn á hverri nóttu. Hins vegar hefur nýleg rannsókn leitt í ljós að staðsetning þín geti skipt sköpum og birtist nýverið listi yfir 10 bestu borgir heims fyrir góðan nætursvefn.
Rannsóknir hafa endurtekið sannað hve mikilvægur góður nætursvefn er fyrir heilsuna. Sérfræðingar mæla með því að fullorðnir fái að lágmarki sjö klukkustunda svefn á hverri nóttu. Hins vegar hefur nýleg rannsókn leitt í ljós að staðsetning þín geti skipt sköpum og birtist nýverið listi yfir 10 bestu borgir heims fyrir góðan nætursvefn.
Niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á ýmsum þáttum, þar á meðal loft-, hávaða- og ljósmengun, glæpatíðni og gæðum grænna svæða.
Samkvæmt rannsókninni er Bern, höfuðborg Sviss, besta borg heims fyrir góðan nætursvefn, þökk sé lítilli loftmengun (6,7 af 100) og lágri glæpatíðni (10 af 100).
Reykjavík er í öðru sæti og því talin önnur besta borg heims fyrir góðan nætursvefn. Borgin skorar sérstaklega hátt fyrir hve hljóðlát hún er og lág í ljósmengun. Þá er meðalfjöldi vinnustunda á viku í Reykjavík einnig frekar lítill, sem getur leitt til minna álags og meiri svefngæða.
Í þriðja sæti er Helsinki í Finnlandi en borgin býður upp á frábær loftgæði, frábær græn svæði og lága glæpatíðni.
Þá leiddi rannsóknin í ljós að Bógóta í Kólumbíu sé versta borgin fyrir góðan nætursvefn. Borgin er með hæstu glæpatíðnina (79,1 af 100) og þar er einnig mikil loftmengun sem hefur truflandi áhrif á svefn.
Santíagó í Síle er önnur versta borgin fyrir góðan nætursvefn með svipað hátt skor í glæpatíðni og mengun. Meðalfjöldi vinnustunda á viku er einnig í hærri kantinum, eða 37,8, sem eykur líkur á því að streita trufli svefn.