Með sjón- og heyrnarskerðingu eftir of stóran skammt

Edrúland | 20. júlí 2023

Með sjón- og heyrnarskerðingu eftir of stóran skammt

Poppstjarnan Demi Lovato glímir við sjón- og heyrnarskerðingu eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum árið 2018 og verið nær dauða en lífi eftir á. Segir hún að skerðingarnar séu henni dagleg áminning um að halda sér edrú.

Með sjón- og heyrnarskerðingu eftir of stóran skammt

Edrúland | 20. júlí 2023

Demi Lovato var nær dauða en lífi eftir að hafa …
Demi Lovato var nær dauða en lífi eftir að hafa tekið of stóran skammt árið 2018. AFP

Poppstjarnan Demi Lovato glímir við sjón- og heyrnarskerðingu eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum árið 2018 og verið nær dauða en lífi eftir á. Segir hún að skerðingarnar séu henni dagleg áminning um að halda sér edrú.

Poppstjarnan Demi Lovato glímir við sjón- og heyrnarskerðingu eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum árið 2018 og verið nær dauða en lífi eftir á. Segir hún að skerðingarnar séu henni dagleg áminning um að halda sér edrú.

Lovato hefur talað opinskátt um geðheilsu sína og fíknivanda og talaði nýlega um skerðingar sínar, í hlaðvarpsþættinum Andy Cohen Live. Í viðtalinu segist hún óska þess að einhver hefði sagt henni að hún þyrfti ekki að lifa ein með sársauka sínum og að hún þyrfti ekki á fíkniefnum að halda til að deyfa hann. Hún segist þó ekki vilja breyta neinu því áföllin hafi komið henni á þann stað sem hún er í dag.

mbl.is