„Mér líst illa á þetta“

Húsnæðismarkaðurinn | 20. júlí 2023

„Mér líst illa á þetta“

Í drögum að frumvarpi til breytinga á húsaleigulögum er lagt til að óheimilt verði að semja um að leigufjárhæð breytist á leigutíma sé leigusamningur til 12 mánaða eða skemmri tíma.

„Mér líst illa á þetta“

Húsnæðismarkaðurinn | 20. júlí 2023

Guðmundi Hrafni Arngrímssyni líst illa á drög að frumvarpi til …
Guðmundi Hrafni Arngrímssyni líst illa á drög að frumvarpi til breytinga á húsaleigulögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í drögum að frumvarpi til breytinga á húsaleigulögum er lagt til að óheimilt verði að semja um að leigufjárhæð breytist á leigutíma sé leigusamningur til 12 mánaða eða skemmri tíma.

Í drögum að frumvarpi til breytinga á húsaleigulögum er lagt til að óheimilt verði að semja um að leigufjárhæð breytist á leigutíma sé leigusamningur til 12 mánaða eða skemmri tíma.

Frumvarpsdrögin voru birt í samráðsgátt stjórnarráðsins í gær, miðvikudag, og eru afrakstur vinnu starfshóps sem skipaður er fulltrúum fjögurra ráðuneyta, aðila vinnumarkaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Segir þar að við ákvörðun leigufjárhæðar um endurnýjun leigusamnings á grundvelli forgangsréttar leigjanda að samningstíma loknum skuli leigu­fjárhæð vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila.

Í kynningu segir m.a. að frumvarpinu sé ætlað að stuðla að langtímaleigu og auknum fyrirsjáanleika um leiguverð og sanngirni um breytingar á leigufjárhæð, jafnt á samningstíma sem og við endurnýjun leigusamnings.

Einnig að komið verði á heimildum samningsaðila til að fara fram á leiðréttingu leiguverðs í lengri samningum vegna breyttra aðstæðna.

Frumvarpið gangi þvert á athugasemdir

„Mér líst illa á þetta, enda gengur frumvarpið þvert á allar okkar athugasemdir varðandi breytingar á leigufjárhæð. Þarna er ekki tekið á vísitölutengingu húsaleigu lengri samninga, sem er séríslenskt fyrirbæri að því leyti að leigufjárhæðin er uppfærð í hverjum einasta mánuði. Þar sem ég þekki til gerist það einu sinni á ári,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, spurður um viðbrögð samtakanna við frumvarpsdrögunum.

„Það er hins vegar jákvæð breyting að vísitölutenging skuli vera bönnuð á 12 mánaða samningum og styttri, það hefur verið ein af okkar kröfum að styttri samningar séu ekki vísitölutengdir,“ segir Guðmundur Hrafn.

mbl.is