Nútímalegt og smart í Urriðaholti

Heimili | 20. júlí 2023

Nútímalegt og smart í Urriðaholti

Við Vinastræti í Urriðaholti er til sölu 112 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2020. Íbúðin hefur verið innréttuð á fallegan máta með nútímalegum blæ, en í húsmunum er klassísk hönnun í forgrunni ásamt fallegri litapallettu.

Nútímalegt og smart í Urriðaholti

Heimili | 20. júlí 2023

Í íbúðinni má sjá fallega hönnun.
Í íbúðinni má sjá fallega hönnun. Samsett mynd

Við Vinastræti í Urriðaholti er til sölu 112 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2020. Íbúðin hefur verið innréttuð á fallegan máta með nútímalegum blæ, en í húsmunum er klassísk hönnun í forgrunni ásamt fallegri litapallettu.

Við Vinastræti í Urriðaholti er til sölu 112 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2020. Íbúðin hefur verið innréttuð á fallegan máta með nútímalegum blæ, en í húsmunum er klassísk hönnun í forgrunni ásamt fallegri litapallettu.

Sjarmerandi svartur marmari með gylltum æðum prýðir eldhúsinnréttinguna og grípur strax augað, en marmarinn tónar fallega við mjúkan lit á innréttingunni sjálfri. Gylltur vaskur og blöndunartæki setja svo punktinn yfir i-ið. 

Tímalaus sköpunarverk heimsþekktra hönnuða

Yfir eldhúseyjunni hanga hin fallegu Flowerpot-ljós úr smiðju Verners Pantons. Ljósið er klassísk hönnun frá árinu 1968 og hefur verið eitt þekktasta ljós síðari ára. Stofuna prýðir svo hinn tignarlegi og tímalausi Flos Arco-gólflampi, en það voru bræðurnir Achille og Giacomo Castiglioni sem hönnuðu lampann árið 1962.

Þá setur String-hillukerfið skemmtilegan svip á íbúðina, en hillurnar má bæði sjá á svefnherbergisgangi og í einu herbergjanna sem hefur verið breytt í snyrtilegt vinnuherbergi. Hillukerfið hannaði sænski arkitektinn Nils Strinning árið 1949 og hefur hlotið fjölmörg alþjóðleg hönnunarverðlaun síðan þá.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Vinastræti 16

mbl.is