220 milljóna hönnunarhöll í Kópavogi

Heimili | 21. júlí 2023

220 milljóna hönnunarhöll í Kópavogi

Við Gulaþing í Kópavogi er til sölu tignarlegt 317 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2020. Það var Berglind Berndsen innanhússhönnuður sem hannaði eignina og óhætt að segja að útkoman sé glæsileg. 

220 milljóna hönnunarhöll í Kópavogi

Heimili | 21. júlí 2023

Húsið hefur verið innréttað á glæsilegan máta þar sem fallegir …
Húsið hefur verið innréttað á glæsilegan máta þar sem fallegir litatónar og efniviður eru í forgrunni. Samsett mynd

Við Gulaþing í Kópavogi er til sölu tignarlegt 317 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2020. Það var Berglind Berndsen innanhússhönnuður sem hannaði eignina og óhætt að segja að útkoman sé glæsileg. 

Við Gulaþing í Kópavogi er til sölu tignarlegt 317 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2020. Það var Berglind Berndsen innanhússhönnuður sem hannaði eignina og óhætt að segja að útkoman sé glæsileg. 

Mikill sjarmi er yfir alrými á efri hæð hússins sem telur eldhús, stofu og borðstofu. Í eldhúsi er sérsmíðuð innrétting með flottum steini á borði og góðu vinnu- og skápaplássi. Yfir eldhúseyjunni er sérsmíðaður háfur úr smíðastáli sem gefur rýminu mikinn karakter. 

Í stofu má sjá sama útlit á stórum arni sem grípur augað samstundis, en smíðastálið tónar einstaklega vel við náttúrulega tóna í innréttingum og húsmunum rýmisins. Aukin lofthæð ljær eigninni mikinn glæsibrag og gólfsíðir gluggar hleypa mikilli birtu inn. 

Á efri hæðinni má einnig finna rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi og sérbaðherbergi, en þaðan er einnig útgengt á svalir. Baðherbergið hefur verið fallega innréttað með lúxusyfirbragði, en þar eru flísar á gólfi og veggjum, frístandandi baðkar, tvöfaldur sturtuklefi og flott innrétting.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Gulaþing 21

mbl.is