„Sköpun gefur mér andlega næringu“

Handavinna | 22. júlí 2023

„Sköpun gefur mér andlega næringu“

Dagbjört Felstead Ásgeirsdóttir er Bolvíkingur að uppruna en er búsett á Dalvík. Eftir að hafa orðið óvinnufær og farið í endurhæfingu á Virk eftir að hafa fallið af hestbaki komst hún að því að sköpun væri eitthvað sem gæfi henni andlega næringu. Í kjölfarið fór hún að útbúa prjónamerki úr hinum ýmsu smáhlutum sem henni hefur meðal annars áskotnast á nytjamörkuðum.

„Sköpun gefur mér andlega næringu“

Handavinna | 22. júlí 2023

Dagbjört Felstead Ásgeirsdóttir hannar prjónamerki úr alls konar smáhlutum sem …
Dagbjört Felstead Ásgeirsdóttir hannar prjónamerki úr alls konar smáhlutum sem henni hefur áskotnast. Ljósmynd/Aðsend

Dagbjört Felstead Ásgeirsdóttir er Bolvíkingur að uppruna en er búsett á Dalvík. Eftir að hafa orðið óvinnufær og farið í endurhæfingu á Virk eftir að hafa fallið af hestbaki komst hún að því að sköpun væri eitthvað sem gæfi henni andlega næringu. Í kjölfarið fór hún að útbúa prjónamerki úr hinum ýmsu smáhlutum sem henni hefur meðal annars áskotnast á nytjamörkuðum.

Dagbjört Felstead Ásgeirsdóttir er Bolvíkingur að uppruna en er búsett á Dalvík. Eftir að hafa orðið óvinnufær og farið í endurhæfingu á Virk eftir að hafa fallið af hestbaki komst hún að því að sköpun væri eitthvað sem gæfi henni andlega næringu. Í kjölfarið fór hún að útbúa prjónamerki úr hinum ýmsu smáhlutum sem henni hefur meðal annars áskotnast á nytjamörkuðum.

Dagbjört segist lengi hafa haft áhuga á endurnýtingu og segir hún að sá áhugi sé sennilega sprottinn af því hversu hrifin hún er að flestu því sem gamalt er. Segir hún að heimili hennar sé gjarnan kallað „Byggðasafnið“ innan fjölskyldunnar, enda rata til hennar munir sem henni þykir afar dýrmætir en eru kannski verðlausir í augum annarra. Hvetur hún öll til að vinna út frá áhuga sínum og styrkleika þegar kemur að endurnýtingu. Mikilvægt sé að ofhugsa ekki, byrja á einhverju einföldu og muna að njóta ferlisins.

Dagbjört hafði prófað ýmislegt í handverki áður en hún hóf …
Dagbjört hafði prófað ýmislegt í handverki áður en hún hóf að hanna prjónamerki sín. Ljósmynd/Aðsend

Endurhæfingin kveikti neistann

Dagbjört segist alltaf hafa vitað af því að sköpun væri henni mikilvæg en að hún hafi fengið nýja merkingu eftir að hún datt út af vinnumarkaði.

„Ég hafði prófað ýmislegt áður í handverki en á þessum tíma var ég að leita að einhverju sem vakti áhuga minn, ég gæti auðveldlega gert hér heima, ég gæti lagt frá mér hvort sem það væri í nokkrar mínútur eða til lengri tíma og eitthvað sem krefðist ekki of mikillar einbeitingar. Þegar ég sá alls konar skemmtileg prjónamerki á prjónasíðum á Instagram og Facebook fannst mér upplagt að sameina áhuga minn á að gramsa á nytjamörkuðum, gefa gömlum hlutum nýtt líf og að skapa,“ segir Dagbjört.

Dagbjört segir að henni finnist ferlið á bak við gerð prjónamerkjanna mjög skemmtilegt, þá sérstaklega að taka skart í sundur og sortera því það gefi henni nokkurs konar hugarró.

Dabgjört finnur hugarró í því að taka skartgripi í sundur …
Dabgjört finnur hugarró í því að taka skartgripi í sundur og sortera. Ljósmynd/Aðsend

Nytjamarkaðir í sérstöku uppáhaldi

Dagbjört segist finna heilmikinn efnivið á hinum ýmsu nytjamörkuðum. Dagbjört segist hafa mjög gaman af því að skoða og gramsa og því séu nytjamarkaðirnir í sérstöku uppáhaldi hjá henni, þá sérstaklega Hertex, verslanir Rauða krossins og ABC markaðurinn. „Þar get ég endalaust gramsað og grúskað. Ég er einstaklega veik fyrir bókum, hvers kyns nytjahlutum og alls konar glingri sem ég nýti og ekki skemmir fyrir að ég styrki góð málefni í leiðinni,“ segir Dagbjört.

Dagbjört nýtir einnig gamalt skart, bæði frá sjálfri sér og fjölskyldu og vinum. „Í vetur keypti ein kona af mér prjónamerki sem gerð eru úr perlum sem komu úr armbandi sem ég fékk í Tyrklandi. Nýjustu prjónamerkin mín eru úr skarti sem ég keypti á styrktarmarkaði sem vinkona mín hélt í tilefni sjötugsafmælis síns. Uppáhaldseyrnalokkarnir mínir þessa dagana eru svo úr hálsmeni sem ríflega áttræð tengdamóðir mín frá Lundúnum dró upp úr skranboxi og gaf mér,“ lýsir Dagbjört.

Finna má verk Dagbjartar á bæði á Facebook og Instagram …
Finna má verk Dagbjartar á bæði á Facebook og Instagram undir nafninu Prjónamerki og aðrar gersemar. Einnig er hægt að koma með séróskir til Dagbjartar og segir hún að það sé aldrei að vita nema hún geti uppfyllt þér. Ljósmynd/Aðsend

Hannar einnig skart og skrifar bækur

Fyrir utan að hanna prjónamerki finnst Dagbjörtu gaman að hanna skartgripi, eins og eyrnalokka og hálsmen. „Ég geri gjarnan eyrnalokka þegar ég sé einhverjar perlur sem mér finnst að myndi sóma sér vel sem slíkir. Ég hef einnig gert fáein bókamerki og hálsmen í gjafir og svo er aldrei að vita hvort einhver armbönd verði til,“ segir Dagbjört.

Einnig hefur Dagbjört skrifað fimm barnabækur um félagana Gumma og Rebba og ævintýri þeirra. „Það má segja að sögurnar séu lauslega byggðar á barnæsku minni, en ég ólst upp við að eiga yrðlinga í sveitinni hjá afa og ömmu í Dýrafirði. Ég var svo heppin að fá Karl Jóhann Jónsson til að myndskreyta bækurnar, sem hann gerir listilega vel,“ segir Dagbjört.

mbl.is