Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir ágætisgang í atvinnulífinu. Hann fagnar því að verðbólga fari lækkandi á milli mánaða en minnir á að mikilvægt sé að ekki verði gerðir kjarasamningar í vor sem ýti verðbólgunni aftur upp.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir ágætisgang í atvinnulífinu. Hann fagnar því að verðbólga fari lækkandi á milli mánaða en minnir á að mikilvægt sé að ekki verði gerðir kjarasamningar í vor sem ýti verðbólgunni aftur upp.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir ágætisgang í atvinnulífinu. Hann fagnar því að verðbólga fari lækkandi á milli mánaða en minnir á að mikilvægt sé að ekki verði gerðir kjarasamningar í vor sem ýti verðbólgunni aftur upp.
Í gögnum sem Hagstofan birti í síðustu viku kemur fram að tólf mánaða verðbólga mælist nú 7,6% og minnkar frá júnímánuði þegar verðbólgan mældist 8,9%.
„Það sem skiptir öllu máli varðandi þróunina inn í framtíðina er það hvernig kjaraviðræður ganga og hverjar niðurstöður þeirra verða. Það mun skipta sköpum fyrir þróunina næstu mánuði,“ segir Andrés í samtali við mbl.is.
„Það er ekki nokkur vafi á því að það skipti öllu máli að það verði ekki gerðir kjarasamningar sem muni ýta verðbólgunni upp aftur.“
Þrátt fyrir minnkandi kaupmátt segir Andrés kaupmátt enn sterkan. Hann vísar til nýrra veltutalna frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.
„Það bendir ekkert annað til þess en að reksturinn gangi bara ágætlega.“